Glitnir sýnir fordæmi

Já enn og aftur er Glitnir að sýna fordæmi og bregðast við. Það er verið að vinna í að fella niður gildandi kauprétti og svo hafa forsvarsmenn bankans og stjórnarmenn tekið á sig launabreytingar til lækkunar ef að ég man rétt. Það er frábært að vita til þess að svona sé brugðist við þegar aðstæður breytast, og þó að það sé spurning um ágæti þessara samninga þó að vel ári. En enn og aftur finnst mér þeir vera að bregðast við á réttan hátt. Það var í fréttum um daginn að verið væri að segja upp fólki og það er miður en miðað við það sem verið er að gera í launamálum og kaupréttarmálum þá er þetta eini bankinn sem að ég veit um sem að tekur til innanhús hjá ráðamönnum.

Takk


mbl.is Ætla að fella niður gildandi kauprétti hjá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband