Er þetta ekki alveg magnað ?
9.5.2008 | 09:06
Verðið hækkar og hækkar, sveiflast til og frá en það er nú svo skrýtið að það virðist ekki taka lækkunum hér heima þegar það ertu sveiflur niður á við í verði ? Af hverju skyldi það vera ?
Ekki er nóg með að íslensku olíufélögin vilji græða sem mest á bensín og olíusölu heldur eru þau að herja inn á veitinga og verslunarmarkaðinn, og eru ekki með lágvöruverð þar, það er á hreinu. Ekki hefði ég trúað því að bensínstöð í Reykjavík yrði eins og hún er í dag, miðað við hvernig hún var á árunum 78-90 en þá var bensínstöð bara bensínstöð. Nú sjáum við Subway, Quiznos, KFC og að ég held Burger King á bensínstöðvum.
Græðgin að drepa félögin???? Ég bara spyr.
![]() |
Verð á olíu 124,47 dalir tunnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábært framtak
9.5.2008 | 08:59
Það verður gaman að sjá hvernig fyrirliðarnir standast það að láta eitthvað flakka í hita leiksins, en það er alveg frábært að heyra að allir séu samstíga í því að útrýma fordómum og hvetja áhorfendur til hins sama.
Skildi þetta vera tilkomið vegna fordóma hér heima í boltanum eða hvað ? Styðjum þetta framtak fótboltamann og kvenna og segjum fordómum stríð á hendur.
![]() |
Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)