Jæja þá.
5.9.2007 | 09:34
Nú væri gaman að vita hvað ykkur finnst að gera eigi við þau fyrirtæki sem áttu starfsmenn í slysinu fyrir austan og voru ekki skráðir í vinnu hér á landi. Á ekki að stöðva þessi fyrirtæki í eitt skipti fyrir öll og láta þau finna fyrir því hvað það kostar að fara ekki að lögum og virða þann rétt sem erlendir starfsmenn eiga að hafa. Mér finnst að Vinnumálastofnun verði að setja fordæmi og taka á þessu máli strax. Get ekki að því gert en mér finnst að fyrirtækin, þessi og önnur hafi allt of mikið svigrúm til að brjóta lög. Takið á þessum fyrirtækjum strax.
Annað er svo það að þessi erlendu starfsmenn fyrirtækjanna eru í mörgum tilfellum ekki á sömu launum og íslendingar sem er líka brot á lögum. Það er skrýtið að ekki sé tekið á þessum brotum.
Kjarasamningar eru framundan og nú væri fróðlegt að vita, hver er krafa fólksins í þessum samningum. Eru allir búinr að gleyma því hvað allt hefur hækkað, hvað ráðamenn og bankastjórar Seðlabankans hafa verið að fá í hækkanir á þessum kjarasamningstíma frá 2004. Getur það verið að sú hækkun sem við fengum + leiðrétting vegna verbólgu sé eitthvað á móti því sem þetta fólk hækkaði um, og talar svo um að passa verðbólguna og halda stöðuleika. Ég hef ekki orðið var við mikinn stöðuleika í fasteignarverði, ekki skilaði lækkun á matarskatti sér eins og til var ætlast.
Takk fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.