Betra er seint en aldrei
17.9.2007 | 09:37
Daginn allir
Þá er vinnumálastofnun að bregðast við, og taka á málunum af festu vonandi. Þar á að setja í gagn vinnuhóp sem fer í fyrirtækin til að skoða og fylgjast með skráningu á erlendum starfsmönnum. Það er aðeins eitt að segja, það er betra er seint en aldrei. Vona að þetta eigi eftir að skila því að fyrirtækin gangi frá þesum málum strax og ef ekki þá verði þau látin greiða dagsektir á mann, ekki bara 50. þús á dag.
Fyrirtækin eru oft að fyrra sig ábyrgð málum af þessu tagi ef að þau eru með undirverktaka, segja að það sé ekki þeirra mál. Það er ekki rétt því að fyrirtækin sem eru með verkið bera vissulega ábyrgð á því að þeir sem fyrir þá vinna séu í lagi og öll mál á hreinu.
Þetta fólk þarf að vera rétt skráð á Íslandi til að geta komist inn í sjúkratryggingakerfið, en það er ekki sanngjarnt að láta það greiða skatta og skyldur, en ekki að fá neitt í staðinn. Þá komum við að skráningu og lögheimili sem geta skipt máli í því.
Annað er það sem mig langar að segja. Ég hef átt þátt í að kynna fyrir útlendingum á vinnumarkaði réttindi þeirrra og skyldur. Það sem kom mér mest á óvart er það að t.d. pólverjar eru með það sterkt net að ef að einn er boðaur þá kallar hann til vin eða vini.
Íslndingar eru hins vegar öðruvísi hvað þetta varðar, að þeir eru ekki að hugsa mikið um réttindi og skyldur heldur bara laun. Þetta finnst mér að fólk þurfi að hugsa og skoða, því að það er ekki félaganna að ákveða hvað við viljum fá út úr samningum og þeir sem vinna í þessum málum eru í vinnu hjá okkur og fyrir okkur sem greiðum félagsgjöld. Starfsmenn verkalýðs og stéttarfélaga eru að reyna að vinna að hagsmunum félagsmanna, en það er erfitt ef að félagsmenn eru alveg dauðir fyrir þessum hlutum.
Takk.
Athugasemdir
já frábært framtak, gott að geta póstað hugsunum og pælingum um kjaramenn en eitt sem mig langar að koma á framfæri frá mínum dögum sem verkamaður þá var það hvernig í ósköpunum fyrirtæki komust upp með það að halda grunnlaununum lágum. Þetta leiðir til þess að yfirvinnan, sem er okkar aukatími fyrir utan hefðbundinn vinnutíma frá fjölskyldu, börnum, mökum, foreldrum og systkinum er alltof ódýr, hvor á að græða á yfirvinnu? eru það við verkamennirnir eða eru það fyrirtækin, hver þarf á því að halda að vinna þessa vinnu? Mér finnst að þetta ætti að stoppa og hækka grunnlaun almennt til að bæta yfirvinnukaup sem er í mörgum tilfellum alltof lág.
kv.
framtíðarauðmaður og bankastjóri
Ólafur Þorláksson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.