Reiði fólks vegna framkomu fyrirtækja í garð launamanna.
25.9.2007 | 22:42
Nú er svo komið að margur landinn er alveg þrælillur og hef ég heyrt af því að fólk telur að fjölmiðlar landsins vilji ekki skoða ástand fólksins sem er að skrimta á lágmarkslaunum. Þar voru nefndir ritmiðlar og einnig ljósvakamiðlar. Það er alveg fáránlegt ef að svo er því að það er staðreynd að fátækt í landinu og ef að enginn vill fjalla um það þá er nú illa komið fyrir okkur. Ef að horft er til hækkunar á húnæðisverði, bæði kaup og leigu og einnig hækkunar á bensíni, mat og fleiru þá er ekki flókið dæmi að sjá að einstaklingur eða hjón sem eru ekki með menntun og vinna í grein sem ekki er í þessari brjálæðislegu uppsveiflu þá eru laun frá 125. þúsund og kannski 140. þús með yfirborgun. Leiga á íbúð sem er 80 fermetrar er komin í 80. þúsund + og þá er allt annað eftir. fasteignagjöld, hiti, rafmagn og tryggingar. Þá spyr ég hvað er eftir fyrir einstaklinginn til að lifa, eða hjón með börn í íþróttum. Ef að þetta fólk leitar á náðir félagsþjónustunnar er þeim hafnað af því að þau eru að vinna og sagt að leita til hjálparstofnanna. Svo horfir maður á t.d fyrir jól að fólk er að koma til mæðrastyrksnefndar á fínum bílum og fær það að sjálfsögðu hjálp og aldrei að vita nema þetta sé fólk sem á peninga, allavega ekur það á dýrum bílum, er jafnvel í flottum fötum og annað. Það er ekki að sakast við mæðrastyrksnefnd sem vinnur þarft verk og vill eflaust leggja öllum lið sem leita til þeirra og geta jafnvel ekki verið að rengja fólk. Þetta snýst að vissu um siðgæði fólks. Hér á lani er búin að vera nokkurs konar þjóðarsátt þar sem verklýðshreyfingin hefur verið að reyna að gera ekki of háar kröfur til þess að setja ekki allt á annan endann í þjóðfélaginu, óðaverðbólga og annað sem alltaf er rætt um og líka fyrir þessa kjarasamninga, en sálfræðistríð samtaka atvinnulífsins er hafið. Fyrirtæki hafa á síðustu árum fengið skattalækkanir og alls kyns fríðindi á síðustu árum. Það kom sem himnasending til þeirrra þegar þeir gátu ráðið erlent starfsfólk sem ekki veit á hverju það á rétt í launamálum og öðrum réttindamálum og geta þannig sparað sér launakostnað enn frekar, og í leiðinni brotið landslög, án refsinga. Það er bannað að greiða erlendum launþegum lægri laun vegna þjóðernis! Svo einfalt er það. Ég segi því enn og aftur eftir að hafa horft á ráðamenn þjóðarinnar hækka eftirlaunarétt sinn og laun langt umfram allt velsæmi á meðan meðaljónin má ekki rugga þjóðarskútunni að það er ekki eins og að verðbólga sé lág, stýrivextir lágir eða vextir allmennt. Núna síðast voru samtök atvinnlífsins að tala um 3.6% hækkun á norðurlöndum og þá spyr ég, hvað er verið að borga í vexti þar, hvað er verðbólgan og hvernig eru launin ? Jú, þar getur þú lifað ágætis lífi á 37- 40 stunda vinnuviku en á Íslandi má ekki hækka launin því að þá gæti fólk farið að eiga sér fjölskyldulíf og einkalíf. Það er ekki í samræmi við það sem fyrirtækin og ráðamenn sjá að sé réttlætanlegt, því að það vill sitja eitt að kökunni. Nánast öll fyrirtæki landsins eru að stórgræða og monta sig af því, birta það í blöðum, borga stjórum fyrirtækjanna himin há laun, og segja svo við fólkið sem er með 150- 200 þúsund og vinnu nánast allan sólarhringinn að ef að það sé ekki sátt við það sem það hafi þá geti það farið annað, ef að það dirfist að biðja um smá sneið af gróðakökunni.
Skil ekki svona hugsun og kannski vegna þess að ég hef ekki verið alinn upp á þann hátt. Mér finnst frábært að fyrirtækjum gangi vel, en vil þó að þau sjái sóma sinn í því að borga mannsæmandi laun og tryggi starfsfólki sínu gott líf með börnum og fjölskyldunni allri.
Segjum STOPP við þessari þróun og gerum Ísland að góðum kosti til að eiga gott líf á. Ekki bara vinnulíf og þreytt fjölskyldulíf.
Það sem ég vil koma á framfæri til ykkar er að þið verðið að standa vörð um ykkar stöðu og berjast fyrir ykkar launum og réttindum.
Takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.