Innihald kjarasamninga? Stóraukin réttindi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja þá er það hugleiðing dagsins um kjarasamningana sem framundan eru og hvað mætti leggja til í réttindaaukningu

Mér þætti forvitnilegt að setja fram kröfu um að uppsagnir af hálfu atvinnurekanda verði að vera rökstuddar og að ef starfsmanni er vísað af vinnustað ólöglega þá beri atvinnurekanda að greiða án þess að starfsmaður þurfi að koma aftur til vinnu. Væri það ekki kostur fyrir einstaklinga, að sleppa við þá niðurlægingu sem fylgir því að standa á rétti sínum. Það er nefnilega þannig í dag að uppsagnarfrestur er ákveðinn í kjarasamningi og ef að hann er ekki virtur og starfsmaður leitar réttar síns þá ber honum að mæta og vinna uppsagnarfrestinn, ef að atvinnurekandi segir svo. Þetta er ekki svona ef að starfsmaður hættir án fyrirvara, því að þá má atvinnurekandi halda eftir bótum sem nema helmingi af launum í uppsagnarfresti og getur meinað starfsmanni að vinna uppsagnarfrestinn þegar hann áttar sig á stöðunni. Þetta er einstefnuréttur að mínu mati. Honum er sagt að hann hafi brotið af sér og þetta sé réttur fyrirtækis. Það sem verra er að dómskerfið á Íslandi hefur dæmt þetta löglegt. Einnig er spurning um að lengja svokölluð staðgengilslaun í veikindum því að það er skelfilegt fyrir fólk að lenda í veikindum og fá 1. mánuð á staðgengilslaunum og svo dagvinnu eftir það. Mætti auka þennan rétt, því að starfsmaður sem vinnur 10- 12 tíma á dag er ekki að gera það að gamni sínu. Hann gerir það til að framfleyta fjölskyldu eða sér. Á þessi einstaklingur ekki nóg með að lenda í veikindum án þess að þurfa að lenda í því að missa stórann hluta af tekjunum á sama tíma.

Til er í íslensku réttarkerfi orð sem heitir "tómlæti" og er notað ef að starfsmaður leitar ekki réttar síns strax hjá fyrirtæki eða stéttarfélagi. Ef að hann þekkir ekki rétt sinn og kemur eftir einhverja daga þá er réttur hans rýrður og ekkert hægt að gera í málinu. Þegar hins vegar starfsmaður leitar réttar síns strax, og setur mál í gang á hendur fyrirtæki, sem ekki sinnir fyrstu bréfum og málið er að komast á dómstig og bregst þá við. Þá þarf að taka tillit til þess og gefa fyrirtækinu svigrúm til að koma fram með sína hlið. Þetta er að mínu mati alveg fáránlegt misrétti sem ekki á að þekkjast. Þetta er að vissu leiti brot á mannréttindum finnst mér og réttur einstaklings sem ekki er með sinn rétt á hreinu er minni en réttur fyrirtækis sem á að þekkja allan rétt sem starfsmenn þeirra eiga og fyrirtækið líka, og geta í stjórnunarvaldi sínu nýtt sér til framdráttar. Það þarf að taka á þessum málum, vegna þess að þegar harðnar í ári þá kemur til uppsagna hjá fyrirtækjum og þá er gott að vera með þessi ákvæði inni. Líka þarf að huga að mismunum á launum eftir þjóðerni og kyni. Það á ekki að líðast að verið sé að mismuna fólki eftir kyni eða þjóðerni( og þá þekkingarleysi á réttindum ) í launum, og er það reyndar brot á lögum. Það mun að sjálfsögðu að huga að þessu því þetta mun spila inn í þegar dregst saman á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin hefur verið að sinna vinnustaðareftirliti og reyna að upplýsa erlenda starfsmenn fyrirtækja um réttindi þeirra, og fagna ég því að nú er vinnumálastofnun að fara af stað. Sú stofnun getur komist að því hvort að verið sé að mismuna fólki eftir þjóðerni og hvet ég hana til að gera það. Mér finnst persónulega að það eigi að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem eru að brjóta á starfsfólki sínu öðrum til varnaðar. Þegar fyrirtæki stendur frammi fyrir því að fá ummfjöllun um brot á reglum á vinnumarkaði opinberlega, líkt og kom upp í sumar þar sem fyrirtæki lét lemja pólska starfsmenn og henda út á götu fyrir það eitt að vilja fá launin sín á réttum tíma þá mun það hugsa sig um, og fara að leikreglum. Því að það er þannig að enginn vill neikvæða umfjöllun um fyrirtæki sitt eða starfsemi. Það mun bara skaða fyrirtæki á litlum markaði eins og á Íslandi. Því segi ég nú birtið nöfn brotafyrirtækja til að koma í veg fyrir að fólk ráði sig til þeirra.

  Hér er slóðin á lögin sem minnst er á um launarétt. http://www.althingi.is/lagas/133b/1993047.html sjá grein 7.

Takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband