GT Verktakar eru að brjóta lög og samkomulag sem gert var í september.
8.10.2007 | 10:10
Já og það er örugglega ekki í fyrsta skipti sem að þeir gera það. Gaman væri að vita hvað margir erlendir stafsmenn hafa verið hjá fyrirtækinu og hvernig ráðningarsamningar eru lagðir fram hjá vinnumálastofnum. Ég er viss um að þeir eru búnir að leika þann leik lengi. Ég get ekki skilið hvernig svona fyrirtæki fær vinnu t.d. hjá stórum og þekktum fyrirtækjum hér á landi, jafnvel kannski opinberum aðilum. Hver er sekur þá ? Það er alveg ljóst eins og frma kemur í fréttinni að fyrirtækin sem þeir eru að vinna fyrir bera ábyrgð á því að ekki sé verið að hlunfara starfsmenn. Þrátt fyrir að fyrirtækin séu að kaupa vinnu þá eru þau ábyrg. Það er ég viss um að GT Verktakar eru viljandi að gera þetta, þetta eru ekki mistök. Því segi ég að það eigi að setja fordæmi og taka þá í gegn. Einhverstaðar þarf að byrja á átakinu um þessi mál. Og ef að fyrirtæki eiga að skilja alvarleika málsins þá þarf að taka á þessu af fullum krafti. Ég skora á Vinnumálastofnun og verklýðshreyfinguna að fylgja þessu eftir af fullum krafti.
Takk
Fleiri starfsmenn GT verktaka leita eftir aðstoð hjá AFLi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Ágúst.
Varðandi GT verktaka undir þau orð tek ég. Enn spyr í leiðinni hvers vegna láta Verkalýðfélöginn ekki málið til sína taka? Þá kemur þessi spurning eru menn hræddir að taka á þessum málum? Er samstaðan ekki næg eða hvað er að gerast í þessum málum.
Ég tel þetta mál sem þú bendir á vera grafalvarlegt mál og gott hjá þér að benda fólki á hvernig fyrirtæki eins og GT verktakar hlunnfæra fólk sem vinnur hjá þessu fyrirtæki. Mér virðist Vinnumálastofnun ekki hafa staðið sig í málefnum erlendra verkamanna.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 8.10.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.