Hvað er orðið um málið fyrir austan ?

Jæja er búið að þagga niður mál Lettnesku starfsmannanna hjá GT Verktökum/NCL eða hvað ? Það er ótrúlegt að láta starfsmenn eða forsvarsmann starfsmannafélags starfsmanna koma fram í fjölmiðlum og lýsa yfir ánægju sinni með fyrirtækið( eða þá sem náðist í ) og framkomu og samskipti. Fyrirtæki sem er með hlutina i lagi og lendir í þessari stöðu, leggur að sjálfsögðu fram þau gögn sem þarf til að sanna sakleysi sitt, en taka ekki til við að senda menn úr landi og láta aðra starfsmenn tala sínu máli. Það er að mínu mati mikill veikleiki og ber vott um að fyrirtækið sé að segja við þjóðina, við erum fórnarlömbin í málinu, við borgum þeim fleiri hundruð þúsunda á mánuði en þeir eru að heimta meira. Þá segi ég sannaðu mál þitt en ekki leggjast svo lágt að nota aðra til að klóra í bakkan fyrir þig. Gaman væri að láta kanna hver er staða fyrirtækisins innan verkalýðshreyfingarinnar almennt ? Hafa félög þurft að hafa afskipti af þessu fyrirtæki ? Einnig vildi ég sjá ef að starfsmenn eða fyrrverandi starfsmenn stígi fram og segi sína hlið á málinu.

Takk.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband