Meirihlutinn fallinn, og hvað gerist svo ?

Já það er rétt að nú er kominn nýr meirihluti í borgarstjórn og gaman verður að sjá hvernig tekið verður á málum málanna, það er mönnun leikskóla og annað sem snertir all flesta borgarbúa sem eru með börn á framfæri. Nú svo verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í orkuveitumálinu.

Annars er bara spurning hvernig hlutirnir þróast í þessum málum, við höfum verið með þennan meirihluta áður að mestu leiti og það hefur verið ágætt.

Annars er bara tilhlökkun í mér varðandi kjarsamningana og vona ég svo sannalega að það verði tekið á launamálum verkfólks og að það verði metið að verðleikum, því að án þess er ekki mikið sem kemur frá fyrirtækjunum. Það byggir afkomu sína á því sem kemur frá verkafólkinu, því að það er mikilvægur hluti af keðjunni sem knýr fyrirtæki. Það á ekki bara að borga fólkinu sem er með menntunina góð laun(án þess að ég sé að setja út á menntun). Fyrir 17 árum var ég í Hollandi og var að tala við systir vinar míns og vinkonu hennar sem er hollensk, og hún spurði mig hvað ég gerði og ég svaraði "bara hafnarverkamaður" og hún spurði mig strax af hverju segir þú bara ? Ég svaraði það veit ég ekki og þá sagði hún þetta við mig. Veistu ekki hvað það er mikilvægt að hafa verkafólk, það er fólkið sem klárar það sem aðrir byrja á. Þ.e.a.s sölumenn selja frakt og þú tekur við henni, setur í gám eða um borð í skip, sama á við í öðrum störfum.

Ég var ekki alveg að skilja þetta þá en í dag sé ég hvað almenningur í öðrum löndum(byggt á þessum orðum) hugsar öðruvísi en hér. Það er skems að minnast þess þegar Reykjavíkurborg og Efling stéttarfélag gerðu samning í desember 2005 og þá varð allt vitlaust í röðum félaga Leikskólakennara og fl. vegna þess að þau gátu ekki unað við það að "ómenntað fólk" fengi góð laun. Það er alveg fáránlegt. Mín skoðun er sú að það á að vera í lagi þegar einhver gerir góða hluti og ekki á að setja út á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góður pistill Gústi. Já, viðhorfið sem er hér á landi gagnvart verkafólki, fólkinu á gólfinu eins og stundum er sagt er ótrúlegt. Það er oftar en ekki litið niður á það og menntahrokinn er mikill. Hvað hefur það til dæmis ekki loðað við iðnmenntun að hún sé annars flokks menntun eða nám? Það er eins og enginn sé maður með mönnum nema að vera háskólagenginn. Þessi störf er mun betur metinn t.d. á Norðurlöndunum og betur launuð en hér. Það er tími til kominn að viðhorf landans fari að taka stakkaskiptum. Fyrst af öllu verðum við sjálf að hætta að segja "ég er bara þetta eða hitt". 

Sigurlaug B. Gröndal, 12.10.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband