Hey hey segum hóhóhó
20.11.2007 | 09:57
Jæja þá
Nú er komið að því að leggja fram nokkrar spurningar
Hvað er að gerast í kjaramálum og undirbúningi vegna kjarasamninga og hverjar eru kröfurnar ?
Við höfum fengið að sjá kröfur frá sumum samböndum og þær eru með það að markmiði að auka kaupmátt og hækka lægstu laun og það virðist ætla að vera gegnum gangandi hjá öllum, en fróðlegt verður að sjá hvað kemur frá SGS og Flóanum.
Tel að það sé eitthvað á sömu nótum og hjá hinum samböndunum og vona að það verði tekið á lægstu launum og kauptöxtum og einnig að ríkið komi með gott útspil í pakkann. Því að það munar mest um það. T.d. skattalækkun og hækkun á persónuafslætti, hækkun vaxta og barnabóta og margt fleira.
Já það er mikið af spurningum um þessi mál og ég held að þetta verði ekki auðvelt að eiga við vegna þess að það er svo mikil reiði í þjóðfélaginu vegna þessara mála og allra hækkanna sem hafa orðið hjá ráðamönnu og öðrum sem hafa margfaldar tekjur okkar verkafólksins.
Því er ég nokkuð viss um að það verði mikið fjör í komandi kjarasamningum og kannski væri ráð að láta iðnaðarfélögin og verslunarmenn fara fyrst í samninga og sjá hvað kemur út úr því og síðan komi fylking verkfólks og geri aðeins betur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.