Góð skilaboð eða hvað ?
22.11.2007 | 21:07
Já er það von að maður spyrji. Hvað verður næst ? Ef að fyrirtæki er ekki aðili að SA þá þarf ekki að greiða laun samkvæmt kjarasamningum eða hvað. Svo er það þetta að af því að það var verið að greiða svo góð laun að þá er það í lagi að skerða ellilíeyrinn. Þetta er skrýtin ákvörðun en kemur þó ekki á óvart. Það er alltaf þannig að á meðan íhaldið er við völd þá er um að gera að vernda þá sem eiga nóg af öllu á kostnað hinna.
En við lifum í landi þingmannana eins og Bubbi sagði í laginu sínu og við kjósum þetta yfir okkur og kvörtum svo yfir þessu, en engum dettur í hug að standa upp og segja stopp, nei við látum bara vaða yfir okkur á skítugum skónum og segjum svona er lífið. Ekki er það sama gert í Frakklandi ,þó að ég sé ekki að mæla með endalausum verkföllum.
Ég tel hins vegar að þegar við erum beitt misrétti þá eigum við að sniðganga þau fyrirtæki sem gera það, líkt og mér skilst að verið sé að gera við fyrirtæki sem ruddist inn á fund hjá félagi málmiðnaðarmanna og vélstjóra um daginn til að reka sína menn út. Það er fáránleg framkoma að skipta sér af því hvað menn eru að gera í frítíma sínum.
Því segi ég bara þetta, ef að þið teljið að fyrirtæki séu að svína á ykkur, þá komið því á framfæri og sniðgangið fyrirtækið og látið aðra vita af málinu.
Takk.
ÍE ekki bundið af ákvæði kjarasamninga um hækkun lífeyrissjóðsgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.