Svakalega er gott að búa á Íslandi!!
27.11.2007 | 20:15
Já það er nú gott að lífsgæðin eru best á Íslandi, en ég vildi sjá samanburð á kostnaði við framfærslu og samanburð á því innan Evrópu og sjá hvernig það kemur út.
Það er löngu vitað mál að á norðurlöndum sé ekki mikið um háar launakröfur og að það sé miklu meira um að við séum að gera miklar kröfur og að laun hafi hækkað mikið á Íslandi umfram önnur lönd.
Það skyldi þó aldrei vera að það sé vegna þess að það eru talsvert hærri laun á norðurlöndunum og talsvert ódýrara að lifa, matar og fataverð er lægra og einnig er hægt að leita annað til að versla á hagstæðann hátt.
Því kemur það á óvart að það sé best að búa á Íslandi, þrátt fyrir hátt verð á húsnæði. Svo hátt að það er nánast vonlaust að kaupa 3ja herbergja íbúð nema að heimilið hafi 690 þús milli handanna á mánuði, sem þýðir að nánast allt verkafólk og fólk með takmarkaða menntun eigi möguleika á því að eignast húsnæði við hæfi. Svo er ómögulegt fyrir verkafólk að leigja sér húsnæði vegna þess að það kostar nánast mánaðarlaun og kannski rúmlega það ef að fólk þarf að fá stórt húsnæði. Tala nú ekki um verð á eldsneyti sem hækkar alltaf þegar gengið breytist en lækkar ekki að sama skapi.
Því er það mér óskiljanlegt hvar þessi lífsgæði eru að mælast og hverjir voru í þessari mælingu.
Ég er nokkuð viss um að nú er mikið sálfræðistríð vegna komandi kjarasamninga og verið að kveða óánægjuraddir þeirra sem ekki geta lifað á launum sínum og eru að bíða eftir að þeir njóti þess góðæris sem þjóðkjörnir fulltrúar tala um og allir eru að segja frá. Vissulega hefur verið mikið launaskrið á vinnumarkaði, en það er nú bara þannig að það eru ekki allir að njóta þess og það eru einmitt þeir sem síst máttu við því að sitja eftir. Gaman væri að fá tölur frá Hagstofunni til að sjá hvað þarf til að komast af í þessu landi.
Læt þetta duga í bili.
Takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.