Verkalýðhreyfingin að funda með ríkisstjórn!
9.12.2007 | 12:09
Til að leggja fram kröfur til ríkisins vegna komandi kjarasamninga.
Þrátt fyrir að ráðherrar hafi sagt að allt sem verklýðshreyfingin setur sem skilyrði fyrir hóflegum kröfum með það að leiðarljósi að koma ekki af stað óðaverðbólgu.
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að setja annað skattþrep, þetta væri bara til hagsbóta fyrir láglaunafólk. 15% skattur á laun undir 200.000 kr.
Síðan kemur fjárlagafrumvarp og þá á ekki að breyta vaxta, húsnæðis og barnabótum, sem voru líka nefndar sem lykill að samningum.
Þannig að í mínum huga er ríkisstjórnin ekki tilbúin til að liðka fyrir og koma með innlegg sem er gott fyrir almenning.
Svo að því sem ég sagði síðast.
Búið er að fara á nokkra fundi með samtökum atvinnulífsins og það er ekki að heyra á þeim að það sé hægt að hækka laun. Hvernig á að leysa þessi mál ef að hvergi er vilji til að gera neitt og launafólk í landinu á eina ferðina enn að vera ábyrgt. Ég segi bara hvað með fyrirtækin og ríkisstjórnina, eiga þau ekki að taka ábyrgð á neinu ?
Því miður finnst mér eins og verið sé að búa hér til fátækt með markvissum hætti og alltaf kemur það ráðamönnum jafnmikið á óvart að fátækt sé að aukast.
Fyrirtækin eru að vinna í því að halda niðri launum og samtök atvinnulífsins líka og segja ef að þið viljið eitthvað þá hækkar allt.
HALLÓ
ÞAð er allt á fleygiferð og búið að vera það í 2 ár og það er ekki vegna þess að verkalýðsforystan hefur verið að gera miklar kröfur eða hvað.
Skil ekki þessa stefnu á Íslandi og hlakkar mig til að heyra viðtökurnar við kröfum frá ASÍ á morgun.
Lifi byltingin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.