Frábær árangur
11.12.2007 | 15:41
Já það er alltaf gaman þegar við eigum afreksfólk í íþróttum, og það er spurning hvort að við ættum að athuga hvort að þessi íþrótt gæti breytt ástandinu í miðbænum. Það að menn séu að berja hvern annan í miðbænum um helgar er eitthvað sem kannski væri hægt að minnka með því að halda keppnir í þessari íþrótt, því að þá væru menn ekki að lemja og berja um helgar í bænum heldur fengju útrás í tímum og á mótum.
Bara smá pæling.
Gunnar rotaði breskan sérsveitarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég efast reyndar um að þetta hefði nokkur áhrif á það því það er ekki sama fólkið sem stundar bardagaíþróttir og er að slást í miðbænum. En hitt er samt verðug pæling og hefur sýnt sig að orkumiklir einstaklingar fá oft góða útrás í bardagaíþróttum og það að menn stundi slíkt dregur úr líkum á því ef eitthvað er að þeir lendi í slagsmálum hér og þar.
Halli Nelson, 11.12.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.