Hvernig væri að lækka opinber gjöld á harðkorna dekk ??
11.12.2007 | 20:16
Gæti það ekki leyst þennan vanda að einhveju leyti, þ.e.a.s að borgin eða ríkið beiti sér fyrir því að lækka þann búnað sem getur komið í staðinn og skilst mér að það séu þessi haðkorna dekk eða önnur sambærileg.
Því myndi ég telja að það væri ráð sem vert væri að skoða.
Takk
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú kannski ekki lausnin. Eftir því sem mér skilst þá er aðal vandamálið með harðkorna dekkin að kornin haldast illa í gúmmíinu, sem er víst ástæðan fyrir því að þessi dekk eru ekki talkin eins örugg og maður hefði kannski haldið að þau væru. Allavega er hugmyndin góð. Hvað sem því liður þá eru kornin sem þannig losna úr dekkjunum líka sviryk og mengun.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:29
Skil ekki alveg hvernig það á að vera skilvirkt.
Frekar á að hækka álögur á naglana sem notaðir eru til að negla dekkinn heldur en að reyna að búa til sér skattflokk fyrir ónegld dekk (Með tilheyrandi umsýsluveseni).
Einfaldara og hagkvæmnara að hækka skatta á nagla.
Jónas (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:47
Bíddu, er eitthvað minna umsýsluvesen að hækka álögur á nagladekk heldur en að lækka á önnur dekk.
Alveg magnað hvað skattkerfið getur verið fáránlegt.
Mér finnst reyndar að það ætti að gera hvorugt, sást best í umferðinni í Reykjavík í dag.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.