Er einhver hissa á því ???

Það væri nú það minnsta að fá svör fyrir áramót því að það er nú alltaf þannig að ekki er búið að semja áður en samningar renna út og því spara atvinnurekendur sér vel á því. Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar hjá samtökum atvinnulífsins er ekki að heyra að það sé "hægt" að semja um launahækkanir vegna þess að það sé bara verðbólgufóður. Þá segi ég bara hvers vegna er verðbólgan svona há og af hverju eru það alltaf þeir sem hafa lægstu launin sem setja allt á annan endann. Hvað eru þingmenn, ráðherrar, dómarar og fleiri þjóðkjörnir fulltrúar búnir að hækka í launum síðan samningar við verkafólk voru gerðir og er staðreyndin ekki sú að það er það sem setur allt á annan endann. Svo að ekki sé rætt um lífeyrismál þeirra og annara opinberra starfsmanna á móti því sem verkafólk hefur.

 Svo er alltaf verið að tala um að lífeyrissjóðirnir eigi nóg af peningum og geri ekki annað en að stækka og stækka. Það er ekki rétt. Sú skerðing sem þeir urðu að fara út í og fá bágt fyrir er tilkomin vegna þess að örorkubyrgði þeirra er orðin svo mikil að það stefnir í að ekki verði til ellilíeyrir fyrir fólk sem er að vinna í dag og á eftir 20-30 ár á vinnumarkaði. Það er svo mikill fjöldi á örorku í Gildi til að mynda að þar er ástandið ekki gott. Ég vona að hann verði ekki kominn í þrot þegar ég fer á aldur.

Mikið væri nú gaman að sjá þetta þjóðfélag breyta um hugsun og gera öllum kleift að lifa þó að ekki væri nema bara sæmilegu lífi.

Gott dæmi eru starfsmenn Jarðvéla sem eru að reyna að fá greidd laun fyrir jólin en hafa ekki stöðu til að gera neitt. Svo eru yfirmenn þess að koma með alls kyns yfirlýsingar en þora ekki að veita viðtöl, og það er alltaf veikleikamerki í mínum huga ef að menn eru ekki tilbúinir að koma fram og segja hlutina.

Það er staðreynd að fátækt er að festa sig í sessi á Íslandi og það er mín skoðun að það gerist þegar sjálfstæðismenn eru við völd vegna þess að þeir vinna fyrir sitt fólk sem er að mestu leyti í þeim flokki og er því gert kleift að komast sem auðveldlegast til valda og að fyrirtæki greiði sem minnsta skatta og gjöld.

Því skora ég á alla bloggara og aðra sem geta skrifað, að skora á yfirvöld.

Tökum höndum saman og eyðum fátækt, gerum Ísland að góðum kosti til að lifa á.

Takk.


mbl.is ASÍ vill svör fyrir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband