Hvers eigum við Reykvíkingar að gjalda ?
22.1.2008 | 19:24
Það er alveg ljós miðað við atburði gærdagsins og dagsins í dag að það er ekki hægt að treysta neinum sem kosinn er. Það sem skiptir máli fyrir þá sem eru kjörnir, allavega í síðustu borgarstjórnarkosningum er að fá völd og stöður og nóg af þeim. Hvað skildi þetta nú allt saman kosta okkur borgarbúa ? Við erum að lenda í því að vera með 3 aðila á Borgarstjóralaunum, sem er sennilega ansi dýrt spaug. Þá er kannski rétt að vera ekki að velta sér upp úr þeirri stöðu sem er í gangi á leikskólum og í aðhlynningu. Bara einbeita sér að því að ná völdum. Það er búið að skilja að grunn og leikskólasvið, búið að sameina það aftur að ég held og verður það kannski skilið í sundur aftur. Er ekki rétt að einbeita sér að því sem þarf að laga sem snýr að þjónustu við borgarbúa.
Tel að það sé brýnna en að laga þá stöðu sem er og kannski á að breyta fyrirkomulaginu á því sem nú er ? Er það ekki eitthvað sem allir velta fyrir sér, eða kannski bara að færa sig um set.
Get ekki séð að þetta þjóni hagsmunum okkar sem búum í Reykjavík heldur eingöngu þeirra sem eru að vinna á þessum vettvangi. Það var mikið rætt um að Björn Ingi hefði verið óheiðarlegur gagnvart sjálfstæðisflokknum, og hvað gera þeir nú ? Stíga enn lengra og eru að nýta sér veikleika annara og bjóða gull og græna skóga til að komast til valda. Það er ekki gott, en kemur ekki á óvart þegar maður veltir upp því sem hann stendur fyrir. Björn Ingi er einstaklingur sem var ekki sáttur við stöðu mála sem verið var að vinna að , en að heill flokkur með hjálp foringjans, skuli leggjast svona lágt er þeim ekki til framburðar. Tel að þetta skaði mikið og spyr mig. Myndi ég kjósa svona fólk ? Svarið er nei. Ef að ekki er hægt að vera heiðarlegur þá er ekki hægt að veita umboð til að vinna að hagsmunum manns. Það eru bara þeirra eigin hagsmunir sem skipta máli.
Skítt.
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst ég verða að taka upp hanskann fyrir okkur sjálfstæðismenn þar sem þessar ásakanir eru litaðar og skoðanir ekki sanngjarnar að mínu mati.
Fyrst og fremst eru svik svik, í öðru lagi er Sjálfstæðisflokkurinn studdur af stærstum hluta borgarbúa og ekki að´ósekju. Sukk r-listamanna hefur gengið alltof lengi og kominn tími til að taka á því.
Auðvitað þarf að laga að öðrum málum og finnst mér að það eigi að gefa kosnum aðilum séns á að gera það, Björn Ingi sveik það og finnst mér skiljanlegt að sjálfstæðismenn sitji eftir sárir eftir margfalda hnífsstungu af hálfu Birni Inga og reyni að komast að aftur, þeir voru byrjaðir á mörgum góðum hlutum en fengu ekki færi til að klára, það er sorglegt að margir flokkar studdir af fáum geti sameinast einungis til þess að klekkja á einum og sýnir sorglega stöðu þessarra flokka. 3 mánuðum eftir valdaskipti er ekki einu sinni búið að setja niður málefnasamning, enda engin furða hvernig eiga ólíkir flokkar að geta það, mikið nær að hlusta á rödd meirihluta reykvíkinga og sýna skynsemi í því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Eitt að lokum vil ég segja og það er að heiðarleiki í pólitík er ekki til. Spurningin snýst um hvar áherslurnar eru, Ég tel að það eigi margt gott eftir að gerast og er ég manna fegnastur að "mannlegi harmleikurin" sem er Björn Ingi er farinn úr stjórninni og vonast ég hreinlega til að hann hrökklist úr stjórnmálum því meiri svikari er ekki til í pólítík í dag, nema kannski Alfreð gamli grái.
Mér finnst sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa gengið lengra en Björn Ingi þvert á móti og hvernig vitum við nema Ólafur hafi sjálfur sóst eftir samstarfi. Hvernig er hægt að einblína bara á sjálfstæðismenn og saka þá um að vera skrattinn þegar maður veit ekki alla málavexti
og til að svara titlinum á blogginu þá segi ég við gjöldum minna með lægri fasteignasköttum...húrra fyrir því að ´létta undir með lítilmagnanum en það er kannski bara samfylkingunni að þakka.......nei bíddu þeir neituðu..já alveg rétt
kv.
Óli
Ólafur Þorláksson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:27
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er þessi meirihluti nú ekki studdur af stærstum hluta borgarbúa
Binni (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:36
7 fulltrúar, næstum því hreinn meirihluti, mundi telja það stærsti einstaki flokkurinn, og svona skoðakannanir segja yfirleitt ekki neitt Binni minn
kv.
Óli
Ólafur Þorláksson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:43
Það er rétt 7 fulltrúar í síðustu kosningum og ekki hreinn meirihluti. Ef maður tekur eitthvað mark á skoðanakönnunum virðast borgarbúar hafa þroskast mikið síðan kosið var síðast.
kv. Binni
Binni (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:53
7 er mesta fylgi einstaka flokks þannig verður að segja að meirihluti styður sjálfstæðisflokkinn fram yfir allar, og veit ekki hvort ég mundi kalla það þroska....fáfræði og ofeldi eru orð sem koma upp í hugann, fólk virðist vera búið að gleyma sukkinu og svínaríinu vinstra megin
kv.
Óli
Ólafur Þorláksson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.