Er þetta lausnin ?
1.2.2008 | 10:45
Hvernig má það vera að fólk sem kemur til landsins og vinnur, borgar skatta og skyldugjöld geti ekki farið til læknis á sama verði og aðrir ? Er eitthvað sem segir að erlendir ríkisborgarar séu öðruvísi en við. Íslendingar eru tryggðir frá upphafi án þess að greiða skatta og annað. Getur verið að það sé verið að segja með þessu að þið greiðið skatta en fáið ekkert fyrir þá, fyrr en eftir 6 mánuði og ef að þið búið á löglegum stað. Því að annars komast þau ekki inn í þjóðskrá. Hver er það sem ber ábyrgð á því að skrá fólk til inn í landið, segja þeim hver réttindi þeirra eru og svo framvegis. Mér finnst þetta vera vandamál, og það að þetta fólk hafi verið að leita á bráðamóttöku LSH er væntanlega bara vegna þess að þau vita ekki hvert á að leita eða er vísað burt af heilsugæslustöðvum vegna þess að ekki eru til staðar heimilislæknar.
Gott mál samt.
Sér móttaka opnuð fyrir útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.