Er þetta knattspyrna ?

Gaman væri að vita hvort að þetta er vegna brota eða kjaftháttar.

Ég sá ekki umræddan leik en findist það afspyrnu slakt ef að þetta er vegna kjaftháttar. Þá spyr maður sig, hvort að eggið sé að reyna að kenna hænunni ? Það er líka spurning um það hvort að ekki þurfi að skoða málin ef að þetta er allt vegna grófra brota ?

Því að þetta lið hefur allt til að bera til þess að spila góðann bolta á góðum degi.


mbl.is Manchester United sektað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þar sem þú sást ekki leikinn skal ég upplýsa þig aðeins. Leikurinn var mjög harður og brutu Tottenham menn alls ekki minna af sér en leikmenn United. 

Einu spjöldin sem áttu rétt á sér voru vegna ljótrar tæklingar frá Nani, og þegar Rooney lét sig detta (sem var sárt að horfa á).

Restin af spjöldunum fara klárlega á reikning dómarans, sem hefur án efa skemmt sér konunglega yfir því að ná að hefna sín á djöflunum eftir að Ferguson skellti hárblásaranum á hann eftir síðustu spjaldasúpu sem hann matreiddi ofan í ManUnited. 

Sigurður Ingi Ævarsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:58

2 identicon

Það er óþarfi að stinga hausnum í sandinn þó menn séu united menn. Spjaldið á Vidic var fyllilega verðskuldað sem og hendin á Ronaldo. Það sást nú lítið hvað Van Der saar gerði en hann rauk sennilega að aðstoðardómararnum til að skamma hann og það vita allir að er sjálkrafa gult. Tevez fór úr peysunni og það vita allir hvað það þýðir

Sibbi (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Johnny Bravo

Nani átti að fá að fjúka útaf að mínu mati, hefði auðveldlega getað dæmt 1,2,3 vítaspyrnur á ManUtd, en það er gott að vera ríka liðið á gríðarstórum heimavelli. Enda er þá bara spilað þangað til þeir eru ekki að tapa, en jöfnunarmark ManUtd. kom 3 mínutur yfir venjulegan leiktíma hehe

Johnny Bravo, 4.2.2008 kl. 16:35

4 identicon

Að fara úr peysunni er ekki sjálfkrafa gult eftir því sem að ég best veit, að fara úr peysunni til að sýna auglýsingu eða eitthvað slíkt er sjálfkrafa gult.

X (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:35

5 identicon

Ætli dómar í knattspyrnu hætti einhvern tíman að vera barnapíur...stundum heyrir maður að dómarinn sé að skemma leikinn...það er eins og hann sé leikstjórnandi en eigi ekki að dæma bara eftir reglunum heldur hafa vit fyrir þeim sem eru að spila leikinn..og það á 8 milljónum á viku sumir :)

Halli (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég held reyndar að Ronaldo hafi fengið spjald fyrir mótmæli en ekki fyrir að fá boltann í höndina af 2 metra færi. Get alveg samþykkt að Nani hefði alveg getað fengið rautt fyrir sína tæklingu og sjálfsagt rétt með spjaldið á Rooney, reyndar er hann ekki vanur að dífa, held að allir geti verið sammála því. 1,2,3 víti á MU???????

Gísli Sigurðsson, 4.2.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband