Góð niðurstaða fyrir þá lægst launuðu.
18.2.2008 | 12:11
Það er alveg ljóst að þetta er að koma þeim best sem eru á lágmarkslaunum og að hinir eru að fá að lagmarki 5,5% hækkun frá síðustu kjarasamningsbundnu hækkun. Það er meira en sést hefur í dágóðann tíma að ég held. Ef að við setjum taxtahækkanirnar í prósentur þá er verið að tala um 30% hækkun á töxtum hjá þeim sem eru innan Flóans og SGS og það er ekki lítið á rúmum 2 árum.
Svo er það sem ríkið kemur með að þessu og þau markmið sem eru sett með þessum samningum um að draga úr verðbólgu. Það á að endurskoða samninginn í febrúar 2009 og þá á verðbólgan að hafa verið undir 5% skilst mér. Nánar má sjá um þetta á heimasíðu Eflingar www.efling.is og svo er frábær viðbót við slysatryggingar þar sem verið er að bæta hressilega inn í samninginn. Nánar á http://asi.is/PortalData/1/Resources/documents/Kynning-Slysatr_170208.pdf Hvet alla til að skoða málið og kynna sér vel hvað þetta er mikilvægt.
Hér eru svo upplýsingar um launabreytingar á töxtum http://asi.is/PortalData/1/Resources/documents/Kynning-LaunTafla_170208.pdf
Svona er það sem þetta virkar og tel ég að gerðir hafi verið góðir samningar sem tryggja það að öryggisnet er að hækka um 38. þúsund krónur á mánuði frá og með 1 janúar til loka október 2010.
Taxtar hækka um 18.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.