Skelfur Ísland ??
2.3.2008 | 19:56
Það er naumast að það gengur á þarna norðan jökuls ? Er verið að mótmæla raski á umhverfi og róti á náttúrunni.
Held að það sé kaldhæðni að segja annað. Ef að þetta er búið að vera í gangi í 1 ár þá er eitthvað mikið að gerast. Vonum bara að ekki verði manntjón af.
320 smáskjálftar við Upptyppinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig heldur þú að fari fyrir Kárahnjúkavirkjun??? Hvað ef stíflan brestur???
Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 20:05
Þetta er bara eðlilegt á landi sem er yfir möttulstrók.
Einar Þór Strand, 2.3.2008 kl. 20:30
Nú virðast sumir þessara skjálfta eiga upptök austar en áður, sbr. depil á uppdrætti Veðurstofunnar skammt vestan við Hálslón.
Kárahnjúkavirkjun er á sprungubelti sem gengur norðaustur frá Kverkfjallaeldstöðinni eins og bent var á í aðdraganda mannvirkjagerðar.
Enginn veit hvað hér kann að gerast.
Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:53
Fullyrðingin í fréttinni "engin hætta er á ferðum", vekur athygli.
Haraldur Bjarnason, 2.3.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.