Er ekki rétt að blogga smá.
16.4.2008 | 23:58
Hér hefur ekki verið bloggað lengi enda nóg að gera þessa dagana. Prinsessan orðin mánaðargömul og að fá nafn á laugardaginn. Svo erum við á fullu að kanna möguleikann á því að fara til Danmerkur í nám. Það þarf að kanna stöðu skulda sem er ekki góð, en kannski er hægt að vinna úr því með sölu á íbúðinni. Þá er að kanna hvort að maður sé gjaldgengur í námslán og svo er að redda þeim gögnum sem að maður þarf að hafa, ef af verður. Við erum að tala um 3 ár að lágmarki, eða 5 í námi. Svo er það spurning hvert framhaldið verður.
En það er líka erfitt að taka svona ákvörðun þegar maður á börn sem ekki eru á heimilinu og maður þarf að skilja eftir. Það á samt ekki að láta það stoppa sig í þessum hugleiðingum.
Vildi bara láta vit af mér hér.
Takk.
Athugasemdir
Nú nú farinn að eignast börn á gamalsaldri. Myndir!!
En annars gott mál að smella sér í nám, hvað ertu að hugsa um?
Steinþór
Steinþór Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.