Vá maður, hvað þetta er strembið

Já það má segja að það sé ansi strembið að setjast á skólabekk og fara að læra eftir öll þessi ár, og þar að auki á dönsku. Það er gaman að sitja og hlusta á kennarana vera að ræða hitt og þetta og skilja ekki alveg allt, þurfa að geta í eyðurnar. En við erum 4 Íslendingar þarna og við hjálpumst að við að skilja. Ég hef samt mjög gaman af því að takast á við þetta verkefni og það er mjög krefjandi. Hlakka til að sjá útkomuna í vor, en er kominn með fyrsta prófdaginn, í efnafræði 8. júní. Það verður erfitt en gaman og svo er stærðfræðin latína sem ég þarf að tækla. Danskan og enskan eru líka töff. Var í dönsku í dag í 4 kennslustundir og var verið að ræða um Grikkland á árunum 500 f.kr. og til ca. 300 e. kr. Rosalega var það erfitt, því að maður skildi ekki slatta af því sem fram fór. En það kemur allt og þegar líða fer á önnina verður þetta fínt. Ég get ekki sagt að ég sé að verða fyrir vonbrigðum og það er líka skrýtið að sjá hvað það eru margir Íslendingar í skólanum. Þetta er bara snilld. Læt þetta duga í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að þú rúllar þessu upp, þó að það sé strembið núna þá ertu með það mikið í forgjöf að ég hef engar áhyggjur.

Hin ungi glæsilegi maðurinn!

'Oli Jói (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband