Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Það er ekki spurning
17.12.2007 | 10:08
Að Eiður Smári er fyrirmynd allra þeirra sem eru að stefna að atvinnumennsku og lætur það ekki slá sig út af laginu að vera á bekknum.
Það hefur oft verið talað um þá knattspyrnumenn sem eru hjá félagi, fá há laun og spila ekki sem einhverja áskrifendur af launum sínum. Það á ekki við um víkinginn okkar hann Eið, sem er að berjast fyrir sæti sínu og er ekki á þeim buxum að fara annað til að geta haft minna fyrir hlutunum.
Þetta er hinn sanni íþróttaandi og ef að ég man rétt þá var nú búið að segja við hann að hann ætti að hætta eftir að hann átti í miklum meiðslum þegar hann var að spila á íslandi. Held að þetta sé rétt munað.
Því er bara eitt að segja um Eið. Hann er sannur baráttumaður.
Takk
Eiður: Hef styrkt stöðu mína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaman væri að vita hvað hann er búinn að taka inn á þessu ævintýri ?
16.12.2007 | 21:37
Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað það eru miklir aurar í golfinu og hann er búinn að vera að spila á mótaröðum um allt.
Hann er að standa sig ótrúlega vel og gefur öðrum íslenskum golfurum von um að það sé hægt að komast langt ef vilji er.
Takk
Birgir fékk 14 milljónum minna en sigurvegarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aveg magnað hvað þetta lamar þjóðina.
16.12.2007 | 21:35
já og hvað margir láta lífið og allt fer úr skorðum þegar snjóar og frystir í þessu heimsveldi, sem veldur ekki veðráttu heimsins. Það er óhætt að segja að Íslendingar séu miklu fremri Bandaríkjamönnum í því að lifa í vetrarveðrum.
Við erum þá best.
Vetrarhörkur í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það væri ekki gott að láta Rafa fara!
16.12.2007 | 21:32
Benítez fundaði með eigendunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiður er snillingur
12.12.2007 | 21:20
Já og það sem mér finnst flottast er það að hann er að berjast fyrir sæti sínu alla daga og vill hafa það svoleiðis.
Hann er ekki að hugsa um að fara í annað lið bara til að vera með fast sæti og þurfa kannski ekki að leggja jafn hart að sér til að vera með. Þegar hann er að berjast fyrir lífi sínu í boltanum má gera ráð fyrir að hann sé alltaf á tánum og í topp formi.
Því segi ég að þetta sé rétti andinn og að það sé ekki spurning um að ef hann telur framtíð fyrir sig hjá Barcelona þá á hann að vera þar.
Snilld.
Lyon og Fenerbache fengu tvö síðustu sætin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er það sem allir vilja.
12.12.2007 | 21:15
Tel að það sé rétt að hækka laun allra sem eru að vinna á þeim töxtum sem ASÍ semur um og deilir enginn um það. Það sem verið er að ræða núna er þetta að ríkisstjórnin og atvinnurekendur eru að segja að ekki sé hægt að hækka taxta vegna verðbólgu og þá er verið að reyna að finna leiðir til þess að þetta fólk sem neyðist til að vinna á þessum töxtum og hefur ekki neina menntun, að það fái þá sérstaka meðferð á meðan ekki er hægt að hækka launin. Það er nú líka verið að reyna að fá frekari möguleika fyrir láglaunafólk til að menntast og ef að það gengi eftir væri þetta vandamál úr sögunni.
Þegar launin hækka þá fara allir að greiða skatta og skyldur.
Ekki er verið að tala um að sumir eigi að vera án þess að greiða skatta og skyldur en þetta ástans ýtir undir svarta atvinnustarfsemi sem er ekki góð.
Takk
Vill lækka skatt tekjulágra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er einhver hissa á því ???
12.12.2007 | 21:08
Það væri nú það minnsta að fá svör fyrir áramót því að það er nú alltaf þannig að ekki er búið að semja áður en samningar renna út og því spara atvinnurekendur sér vel á því. Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar hjá samtökum atvinnulífsins er ekki að heyra að það sé "hægt" að semja um launahækkanir vegna þess að það sé bara verðbólgufóður. Þá segi ég bara hvers vegna er verðbólgan svona há og af hverju eru það alltaf þeir sem hafa lægstu launin sem setja allt á annan endann. Hvað eru þingmenn, ráðherrar, dómarar og fleiri þjóðkjörnir fulltrúar búnir að hækka í launum síðan samningar við verkafólk voru gerðir og er staðreyndin ekki sú að það er það sem setur allt á annan endann. Svo að ekki sé rætt um lífeyrismál þeirra og annara opinberra starfsmanna á móti því sem verkafólk hefur.
Svo er alltaf verið að tala um að lífeyrissjóðirnir eigi nóg af peningum og geri ekki annað en að stækka og stækka. Það er ekki rétt. Sú skerðing sem þeir urðu að fara út í og fá bágt fyrir er tilkomin vegna þess að örorkubyrgði þeirra er orðin svo mikil að það stefnir í að ekki verði til ellilíeyrir fyrir fólk sem er að vinna í dag og á eftir 20-30 ár á vinnumarkaði. Það er svo mikill fjöldi á örorku í Gildi til að mynda að þar er ástandið ekki gott. Ég vona að hann verði ekki kominn í þrot þegar ég fer á aldur.
Mikið væri nú gaman að sjá þetta þjóðfélag breyta um hugsun og gera öllum kleift að lifa þó að ekki væri nema bara sæmilegu lífi.
Gott dæmi eru starfsmenn Jarðvéla sem eru að reyna að fá greidd laun fyrir jólin en hafa ekki stöðu til að gera neitt. Svo eru yfirmenn þess að koma með alls kyns yfirlýsingar en þora ekki að veita viðtöl, og það er alltaf veikleikamerki í mínum huga ef að menn eru ekki tilbúinir að koma fram og segja hlutina.
Það er staðreynd að fátækt er að festa sig í sessi á Íslandi og það er mín skoðun að það gerist þegar sjálfstæðismenn eru við völd vegna þess að þeir vinna fyrir sitt fólk sem er að mestu leyti í þeim flokki og er því gert kleift að komast sem auðveldlegast til valda og að fyrirtæki greiði sem minnsta skatta og gjöld.
Því skora ég á alla bloggara og aðra sem geta skrifað, að skora á yfirvöld.
Tökum höndum saman og eyðum fátækt, gerum Ísland að góðum kosti til að lifa á.
Takk.
ASÍ vill svör fyrir jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært
12.12.2007 | 12:58
Vona að ríkisstjórnin geri eitthvað í málinu og taki vel í tillögur verkalýðshreyfingarinnar, því að þær eru hugsaðar til þess að laga stöðu þeirra lægst launuðu.
Það munar mikið um veglegt framlag ríkisstjórnarinnar til almennings.
Takk
Fulltrúar ASÍ á fund ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er betra en á Íslandi!
11.12.2007 | 21:57
Hvernig væri að seðlabankinn tæki nú eftir hvað verið er að gera í BNA.
Erum við ekki alltaf að bera okkur saman við þá eða hvað?
Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig væri að lækka opinber gjöld á harðkorna dekk ??
11.12.2007 | 20:16
Gæti það ekki leyst þennan vanda að einhveju leyti, þ.e.a.s að borgin eða ríkið beiti sér fyrir því að lækka þann búnað sem getur komið í staðinn og skilst mér að það séu þessi haðkorna dekk eða önnur sambærileg.
Því myndi ég telja að það væri ráð sem vert væri að skoða.
Takk
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)