Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Dýrir samningar ???
29.4.2008 | 14:01
Það er alltaf dýrt að hækka laun, en það er alveg ljóst að kennarar eiga skilið að fá góð laun því að þeir eru jú með framtíð landsins í kennslu og þá er nú betra að hafa færa og góða kennara sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera og geta haft það sæmileg í starfinu sínu.
Nýr samningur við kennara dýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki rétt að fara að vera virkur í blogginu.
28.4.2008 | 10:35
Jæja þá er allt að gerast, við erum að fara að flytja út og leggjast í nám, það verður bara gaman að takast á við það. Ég ætla að fara í fornám, og síðan í Global management and manufacturing nám sem er að mínu mati algjör snilld. Það á eftir að koma í ljós hvort að ég kemst inn í skólann. Er búinn að setja mig í samband við námsráðgjafa og kanna stöðuna.
En að öðru þá er allt gott að frétta af mér og mínum og það er allt á fullu að undirbúa það sem ég sagði frá áðan.
Ekki meira í bili.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki rétt að blogga smá.
16.4.2008 | 23:58
Hér hefur ekki verið bloggað lengi enda nóg að gera þessa dagana. Prinsessan orðin mánaðargömul og að fá nafn á laugardaginn. Svo erum við á fullu að kanna möguleikann á því að fara til Danmerkur í nám. Það þarf að kanna stöðu skulda sem er ekki góð, en kannski er hægt að vinna úr því með sölu á íbúðinni. Þá er að kanna hvort að maður sé gjaldgengur í námslán og svo er að redda þeim gögnum sem að maður þarf að hafa, ef af verður. Við erum að tala um 3 ár að lágmarki, eða 5 í námi. Svo er það spurning hvert framhaldið verður.
En það er líka erfitt að taka svona ákvörðun þegar maður á börn sem ekki eru á heimilinu og maður þarf að skilja eftir. Það á samt ekki að láta það stoppa sig í þessum hugleiðingum.
Vildi bara láta vit af mér hér.
Takk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið er ég sammála því að afnema alveg.
3.4.2008 | 09:48
Ég er ekki að skilja hvernig á að framkvæma þetta, ef að 2 aðilar eru að kauða eign, annar að kaupa fyrstu og hinn aðra eða þriðju hvað þá? Á þá að fella niður helming eða hvað. Það á að fella þetta alveg niður og það sem fyrst.
Það er einhvern veginn þannig að ekki virðist vera hægt að gera einfalda hluti. Þetta er mikil flækja og verður erfitt fyrir þá sem við þetta vinna að finna út hvernig á að framkvæma. Það er allavega mín skoðun.
Álykta um stimpilgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært hjá þeim.
3.4.2008 | 09:39
Já það er frábært að sjá hvað það er mikil samstaða í hóp bílstjóra og ekki var verra að sjá 4x4 klúbbinn taka þátt líka, en það er kannski ekki nóg að gera það bara einu sinni. Þekki aðeins þetta mál með aðstöðu og hvíldartíma og það er að mínu mati verið að vega að þeim með þessari reglugerð og það sem fram kom hjá Kristjáni samgönguráðherra um daginn sagði ekki allt. Það að veri sé að sækja um undanþágu, er bara smá breyting á reglugerðinni. Það gefur þeim svigrúm til að vinna 1 klst. lengur á dag, smá viðbótartíma fyrir fyrstu pásu, en það vantar alveg að það sé verið að vinna í að búa þeim til aðstöðu til að taka út hvíldina, eða að þeir geti yfir höfuð stoppað. Ég er ekki að sjá það að t.d. Staðarskáli sé á því að þar komi 5- 10 stórir bílar, stoppi til að hvíla sig. Enginn verslar við vertinn og enginn stoppar vegna þess að það eru svo margir bílar á staðnum að það hlýtur að vera mikið að gera. Sama á við um aðra staði.
Það er því mikilvægt að við sýnum skilning á þessari baráttu, hún er líka fyrir okkur almenning þar sem verið er að mótmæla álögum á eldsneyti. Það er líka vegið að þeirra lífskjörum með reglugerð sem bannar þeim að vinna nema mjög takmarkað.
Takk.
Buðu lögreglu upp á kaffi og vöfflur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)