Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Mikið er ég latur að blogga.

En það er mánuður í að við flytjum til DK og mig er farið að hlakka til. Hugurinn er kominn þangað og gengur ekki vel að klára það sem þarf hér heima. Er að reyna að koma íbúðinni á sölu og það verður gert á miðvikudaginn. Þá á að taka myndir og setja á netið.

Mun halda áfram að blogga hér og segja frá því sem á daga mína dregur í nýju landi.

Ég get ekki sagt að það sé neitt sem maður saknar í umhverfinu, bara strákanna minna sem verða hér.

En það er bara allt gott að frétta, er kominn í frí og fer svo í fæðingarorlof í 2 mánuði. Svo er að vinna í Danmörku og skólinn eftir áramót.

Takk í bili.

Gústi


Skynsamlegt.

Þeir hafa áttað sig á því að það væri hálf hæpið að fara fram á að leikið yriði aftur.

Ekki svo að skilja að það sé ómögulegt, heldur er munurinn það mikill í lokatölum að það gæti verið erfitt að sýna fram á að 1 mark yfir í hálfleik hefði snúið úrslitum leiksins. Það eru 4 mörk sem skilja að.

En það er sætt að sigra Svía og kannski sætasti sigurinn til þessa. Enda í 2 skiptið á 2 árum sem við sláum þá út í keppni um sæti á stórmóti.


mbl.is Svíar kvarta en kæra ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband