Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins

Já það er skrýtið að þetta sé nánast bara gert þegar Fáfnir er að boða til veisluhalda ? Eru það einu skiptin sem að þetta er gert eða hvað ? Ríkislögreglustjórinn er að láta gera þetta þegar hann fréttir að það sé veisla hjá Fáfni en hvað er gert á milli veislna og það er blásið upp í fjölmiðlum. Er það til að sýna fram á árangur ? Geta þessir meðlimir Hells Angels komið til landsins þá ? Og eru þeir allir glæpamenn eða hvað. Þurfa menn ekki að vera á sakaskrá til þess að réttlætanlegt sé að vísa þeim úr landi ? Margar spurningar og kannski eru þeir allir á skrá, ég er ekki að segja að svo sé ekki. Veit ekki en maður spyr sig hver er tilgangurinn með Schengen aðild ?
mbl.is 12 vísað frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fréttir

Já allt á fullu og ekki tími fyrir neitt annað en lærdóm, en það er gaman að vera í námi. Get ekki sagt annað. Ég er alveg að fíla mig í þessu og er að vinna skýrslu í efnafræði og það er ekki neitt smá verk. Við erum 2 að vinna í þessu og það gengur sæmilega, en við höfum ekki gert svona áður. Þess vegna erum við ekki búnir með hana. En við ætlum að hittast á morgun upp í skóla og reyna að klára málið. Anner er allt gott að frétta, ekki kominn með vinnu með skólanum en það kemur. Ég er búinn með fyrsta stílinn í dönskunni og það gekk fínt, erum með stuðningstíma í dönskunni á föstudögum. Það eru bara Íslendingar í þeim tímum. Svo eru stuðningstímar í stærðfræði og efnafræði á miðviku og fimmtudögum sem er bara fínt. Hægt að nota þá ef að maður þarf á að halda. Mér veitir ekki af því að nota alla hjálp sem hægt er að fá. En ég er sáttur við að vera kominn á skólabekk og þegar ég lík þessum áfanga get ég farið á hvaða tæknifræðinám sem er. Það er bara snilld. Ég er að spá í að fara í framleiðslutæknifræði(produktion ingenør). Á eftir að skoða það betur. Sem sagt kátur sem slátur og engan bilbug á mér að finna.  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband