Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Já blessaður stöðuleikinn !
21.6.2009 | 19:14
Hver ber ábyrð á stöðuleika í landinu ? Er það launafólkið eða hvað ?
Ég hef verið viðriðinn samningagerðir og viðræður um kjarasamninga hjá verkafólki sem er ekki með svo háar grunntekjur eða taxta, sem er öryggisnet þeirra. Og alltaf hefur verið talað um að við verðum að passa upp á stöðuelikann og við getum ekki þetta og ekki hitt. Ég held að ef eitthvað er þá hafi verkalýðshreyfingin og launafólk í landinu sem er með lægstu launin verið ábyrgast í þessum málum og það ætti að hrósa þeim fyrir það. Þeir sem eru í forsvari fyrir stéttarfélög og landssambönd hafa oftar en ekki verið rakkaðir í svaðið og verið vegið að þeim á margann hátt. Og þeir hafa samt náð að halda velli og eru enn og aftur kallaðir til þegar ræða þarf stöðuleikann. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar sagt er að verkafólk á Íslandi hafi verið ábyrgast í málum sem snúa að stöðuleika og er ég þá fyrst og fremst að tala um félög sem að semja um laun þeirra lægstlaunuðu, sem á áttu svo að fá klapp á bakið með því að hætta við umsamdar hækkanir á launum. En ég vona að sjálfsögðu að þetta leysist allt og að allir nái endum saman. Ég hef unnið fyrir verkalýðshreyfinguna og er stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeirra starfsemi og því sem að þau eru að takast á við.
Sæl að sinni.
Viðræður um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt síðan ég hef bloggað hér, en bætum úr því nú!
21.6.2009 | 19:02
Já ég var búinn að tala um að leyfa fólki að fylgjast með þessu ævintýri mínu að setjast á skólabekk og ætla að reyna að standa við það. Ég hef hins vegar ekki haft mikinn tíma til að blogga, vegna þess að ég hef þurft að eyða miklum tíma í að læra. Það voru langir dagar í hverri viku og mikil vinna að halda sér á róli í fögunum. En það er skemmst frá því að segja að ég er kominn í sumarfrí, tók 2 próf og er að bíða eftir einni einkunn, en er kominn með hina. Það þarf að bíða eftir einkunn til að fá námslánin greidd hjá Lín og ég er að bíða eftir því. Fæ bara 75% lán hjá þeim af því að ég er að taka þetta á 1 og 1/2 ári en ekki einu. Eins og að ég þurfi ekki að framfleita fjöldskyldunni á sama verði þó að ég sé að taka námið á lengri tíma, skil þetta ekki en það er bara þannig. En ef að svo færi að ég ekki næði prófunum þá er ég betur settur en margur, að ég er ekki búinn að fá yfirdrátt í banka á Íslandi svo að það er enginn banki að bíða eftir mínum aur og vöxtunum af yfirdrætti. Skil ekki það að námsmenn eigi að þurfa að lifa á yfirdrætti og borga vexti á námstíma, en það má ekki svelta bankana. Ekki gæti Lín greitt jafn óðum, því að þá svíkja þá allir, virðast þeir halda. En þetta er eitthvað sem að ég fæ ekki breytt. Þeir skilja ekki að það er nóg pressa á fólki að vera í prófum og að læra fyrir þau, án þess að vera með áhyggjur af því að allt fer í klessu ef að við náum ekki prófi og fáum ekki námslán, þá er bankinn kominn á bakið á manni og vill aurinn sinn. Hér í Danmörku er kerfið þannig að það er styrkur og þú getur líka tekið lán til viðbótar. Styrkinn greiðir þú að sjálfsögðu ekki en lánið greiðir þú að námi loknu, og er það talsvert lægra en íslenskt lán, vegna þess að styrkurinn er það hár að lánið er ekki eins hátt. Og það er ekki nauðsynlegt að taka það. Það er hægt að hafa það fínt á SU styrk og ef að hægt er að vinna eina til tvær helgar í mánuði eða eitt og eitt kvöld. Þá þarfur ekki að greiða neitt til baka að námi loknu og engin pressa á þér um að þú verðir að ná prófunum til þess að lenda ekki í vanskilum í banka. Það er gallin sem að ég sé við Lín.
En gott í bili.
Maestro
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)