Færsluflokkur: Dægurmál
Maður sér að sumir eru ekki klárir að keyra í snjó!
2.3.2008 | 20:00
Getur það verið að fólk sé búið að gleyma hvernig á að keyra í snjó ? stundum finnst mér það og spyr hvernig á því standi. Jú þá er svarið það að ekki hefur verið mikill snjór í nokkur ár og því komin kynslóð bílstjóra sem ekki hefur fengið reynslu og er að keyra full hratt miðað við aðstæður.
En þetta er bara mín pælíng.
Þæfingsfærð í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skelfur Ísland ??
2.3.2008 | 19:56
Það er naumast að það gengur á þarna norðan jökuls ? Er verið að mótmæla raski á umhverfi og róti á náttúrunni.
Held að það sé kaldhæðni að segja annað. Ef að þetta er búið að vera í gangi í 1 ár þá er eitthvað mikið að gerast. Vonum bara að ekki verði manntjón af.
320 smáskjálftar við Upptyppinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Voru þeir ekki teknir á staðnum og neita samt ????
28.2.2008 | 14:33
Skil ekki alveg hvað þeir eru að spá???
Tel rétt að dæma þá í ævilangt bann frá Íslandi og reka úr landi. Ekki á að halda þeim í fangelsi hér.
Minnti á rothögg í boxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki rétt að breyta til og senda smá fjör???
23.2.2008 | 13:32
Stjörnurnar styðja Merzedes Club | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blessuð sé minning hans.
23.2.2008 | 13:16
Flugmaðurinn 66 ára Flórídabúi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snilldin ein
23.2.2008 | 13:10
Já það er alveg frábært að koma með smá hvatningu til að nemendur sjái sér hag í að ná árangri. Það getur bara verið gott að hafa svona sjóð í sjónmáli fyrir þá sem eru að leggja í langt nám og eiga kannski ekki mikla möguleika í stöðunni. Getur líka verið sniðugt þar sem verið er að setja markmið um að innan við 10 % verði á almennra prófa, framhalds eða háskóla. Þá getur komið sér vel fyrir fólk að sjá þennan möguleika.
Afrekssjóður fyrir afburðanemendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að sýna eðli sitt.
22.2.2008 | 20:48
Þeim er alveg sama hvað fólki finnst en tekur ekki tillit til þess sem fram kemur í skoðanakönnunum.
Vilhjálmur segir að hann hafi beðist afsökunar á gjörðum sínum, en hvern bað hann afsökunar ? Ekki minnist ég þess að hann hafi beðið kjósendur sína eða borgarbúa afsökunar. Hann hefur kannski beðið borgarfulltrúa í flokknum afsökunar. Það er ekki nóg og það er alveg ljóst að þetta mun skaða flokkinn enn frekar. Það er skrýtin pólitík að ekki sé tekin ákvörðun af flokksstjórn í svona máli. Er hægt að láta mann sem missti algjörlega tökin á málum þegar hann var borgarstjóri og leyfa honum að taka ákvörðun um að taka stólinn aftur, þrátt fyrir vilja fólksins og flokksins.
Skil ekki svona.
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað veldur því að enginn vill þjálfa ?
22.2.2008 | 20:41
Getur það haft eitthvað með stjórnunarhætti HSÍ að gera ?
Það er eiginlega það eina sem mér dettur í hug og því spyr ég, hvað er í gangi og hvers vegna vill enginn taka að sér að þjálfa. Er stefna HSÍ eitthvað sem þarf að skoða ? Eða eru menn að mótmæla einhverju og þá hverju. Heyrst hefur að það vanti stefnu í mál landsliðsins og að Ísland sé eina landið í Evrópu sem ekki er með langtímamarkmið. Það er alltaf verið að taka fyrir mótið sem er í gangi og að sjálfsögðu á að vinna. Það er eins og ekki sé gert ráð fyrir að menn þurfi að spila saman og æfa til þess að geta gert góða hluti. Það varð allt vitlaust þegar Júlíus Jónasson var að gera ákveðnar kröfur til handboltakvenna sem hann vildi að kæmu í landsliðið. Þar var verið að setja kröfur en oft er eins og verið sé að velja nöfn. Það á ekki að vera svo.
Takk
Guðmundur harmar ummæli Þorbergs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draga má lærdóm ????
22.2.2008 | 17:16
Ég spyr nú bara hver ber ábyrgð????
Það hlýtur að vera ríkið, því að þessi stofnun var á þeirra vegum og það er önnur stofnun barnavernd sem er opinber stofnun sem sendi krakkana þangað. Það er óhætt að segja að þeim börnum var hent úr öskunni í eldinn og líf þeirra lagt í rúst. Ekki vísvitandi en nú þegar þetta er komið upp á yfirborðið þá er það mín skoðun að ríkið bæti það sem hægt er, t.d. með því að kosta sálfræðiaðstoð, eða endurgreiða kostnað við slíka meðferð og jafnvel að greiða miskabætur. Ekki er hægt að bæta þann skaða sem orðinn er og ekki er hægt að borga fyrir brotna sál og hjarta. Hins vegar er eðlilegt að ríkið sem gerandi sjái sóma sinn í að standa undir kostnaði sem af hlaust við sálfræði og geðlæknaaðstoð eða þá að þeir bjóði þá þjónustu fyrir þolendur héðan í frá. Það minnsta.
Draga má lærdóm af Breiðavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er að gerast ??
22.2.2008 | 08:55
Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem flugvél ferst og þá er spurning um hvað er að gerast. Eru menn ekki í stakk búnir til að fljúga og lenda í hvers kyns veðrum ? Eða er þetta kannski spurning um að vélarnar séu ekki nógu vel hirtar ? Maður spyr sig en hefur ekki svör, skilst að ekki finnist neitt sem hægt er að rannsaka í hvorugu tilfellinu og ekki flugmennirnir heldur. Dularfullt !
Ekkert sést til vélarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)