Frábært framtak

Já það er gott að það sé verið að tryggja ákveðin réttindi í þessu umhverfi. Það er ekki gott að ekki séu í gildi kjarasamningar í stéttum.
mbl.is Samþykktu kjarasamninga smábátasjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er komið dæmi um það sem ég sagði í fyrri færslu.

Þessi á eftir að versla við björgunarsveitirnar í framtíðinni, annað væri furðulegt.
mbl.is Maður lenti í vök - björgunarsveitir á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum björgunarsveitirnar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já það er ekki spurning um að við eigum að styðja við bakið á þeim því að þær eru að vinna frábært og óeigingjarnt starf í okkar þágu, ekki erum við spurð hvort að við styðjum þær ef að við lendum í þeirri aðstöðu að þurfa hjálp eða björgun.

Ég og mín fjölskylda styðjum Kyndil í Mosfellsbæ þetta árið eins og svo oft áður og ég sem Reykvíkingur dáist að því hvað þeir eru með öflugt starf og hvað þeir hafa gott fólk á bak við sig. Það mætti mikið af þeim læra að ég held.

Skil ekki þessa áráttu okkar að þurfa að fara í samkeppni við björgunarsveitinrnar bara til þess að græða peninga og þá líka í leiðinni að hafa af þeim tekjur, það er ekki ofsögum sagt að margur verður að aurum api. Það kemur fram í þessari hegðun. Vona að ég særi engann en þetta er mín skoðun að við eigum að láta björgunarsveitirnar njóta þessa markaðar og leyfa þeim að hafa flugeldasöluna ósnerta, því að við gætum þurft á sveit að halda og þá væri ekki gott að vita að það var ekki hægt vegna peningaleysis.

Takk og gleðilegt ár. Styðjum björgunarsveitirnar.


mbl.is Hörð samkeppni í flugeldasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband