Kemur á óvart eða hitt þó !

Þetta er algjört grín að verða og það er með ólíkindum hvað atvinnurekendur eru ósvífnir. Það skiptir þá engu máli hvað þetta tekur langann tíma því að þeir eru að spara á því að tefja. Þeir hefðu þurft að hækka launin 1. janúar ef samningur hefði verið klár en nú eru þeir að spara sér einhverjar krónur á kostnað starfsmanna sinna. Og ætlast svo til að allir leggi sig fram um að vinna að aukinni framleiðni og skapa meiri verðmæti inn í fyrirtækin. Það myndi nú eitthvað heyrast í þeim ef að starfsmenn myndu slaka á og vinna á eðlilegum hraða og ekki vinna langa vinnudaga.  En það er einmitt það sem vakir fyrir þeim, að hækka ekki launin svo að starfsmenn þurfi að vinna lengi og mikið.

Skil ekki þessa stefnu en þetta er það sem sjálfstæðismenn standa fyrir og vilja ekki réttlæti. Það sem mér þykirt verra er hversu lágt samfylkingin er að leggjast til þess að vera í ríkisstjórn, og fórna öllu sem þau hafa sagt sig standa fyrir. En svona er nú bara lífið.

Ég vil að við förum í stríð við þessa atvinnurekendur og verðum hörð á okkar kröfum, sem ekki erum miklar, en standa í atvinnurekendum og segja þeir að allt fari til andskotans. Verðbólgan rjúki upp og allt það, en HALLÓ það er þannig í dag þrátt fyrir að síðustu samningar hafi ekki verið með mjög háum launahækkunum.

Skítt er þetta en við tökum á þessu vonandi.


mbl.is Áhugi á samningi til eins árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband