Kemur á óvart eða hitt þó !

Þetta er algjört grín að verða og það er með ólíkindum hvað atvinnurekendur eru ósvífnir. Það skiptir þá engu máli hvað þetta tekur langann tíma því að þeir eru að spara á því að tefja. Þeir hefðu þurft að hækka launin 1. janúar ef samningur hefði verið klár en nú eru þeir að spara sér einhverjar krónur á kostnað starfsmanna sinna. Og ætlast svo til að allir leggi sig fram um að vinna að aukinni framleiðni og skapa meiri verðmæti inn í fyrirtækin. Það myndi nú eitthvað heyrast í þeim ef að starfsmenn myndu slaka á og vinna á eðlilegum hraða og ekki vinna langa vinnudaga.  En það er einmitt það sem vakir fyrir þeim, að hækka ekki launin svo að starfsmenn þurfi að vinna lengi og mikið.

Skil ekki þessa stefnu en þetta er það sem sjálfstæðismenn standa fyrir og vilja ekki réttlæti. Það sem mér þykirt verra er hversu lágt samfylkingin er að leggjast til þess að vera í ríkisstjórn, og fórna öllu sem þau hafa sagt sig standa fyrir. En svona er nú bara lífið.

Ég vil að við förum í stríð við þessa atvinnurekendur og verðum hörð á okkar kröfum, sem ekki erum miklar, en standa í atvinnurekendum og segja þeir að allt fari til andskotans. Verðbólgan rjúki upp og allt það, en HALLÓ það er þannig í dag þrátt fyrir að síðustu samningar hafi ekki verið með mjög háum launahækkunum.

Skítt er þetta en við tökum á þessu vonandi.


mbl.is Áhugi á samningi til eins árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér, það þarf að semja vel við fólkið og gera sér grein fyrir því að þeir eru undirliggjand ástæðan verðmætaaukningar fyrirtækjanna.

En öllu ósammála er ég þér varðandi að kenna sjálfstæðismönnum um þetta, því margt hafa þeir gert til að bæta hag landsmanna nú síðast bara að afnema komugjöld barna á læknavaktir og spítala sem er nú mikill hagur fyrir barnafólk með langveik börn, og þetta er bara eitt gott dæmi af mörgum, auðvitað er enginn fullkominn og stjórnmálamenn síst held ég en ekki er hægt að kenna þeim þetta, veit ekki betur en að samfylkingarmenn í borginni neiti að lækka fasteignaskatta meðal annars sem gæti sparað fólki fullt af peningum, heldur leggja þeir til hliðar 270 milljónir, sem er brotabrot af kostnaðinum við að minnka fasteignaskatta, til að hjálpa þeim sem eru verst staddir, við vitum hvernig það endar menn reyna að svíkja sig í þannig aðstöðu og endar það bara því miður að hjálpa röngum aðilum,

 Samfylkingin er svo ekki með öllu heilög, var ekki utanríkisráðherra (samfylkingarkona) að setja fram frumvarp til að gefa sér ofurvald og einmitt til að geta sett okkur á lista yfir þjóðir sem lýsa stuðningi við stríð án þess að ráðfæra sig við Alþingi, sama manneskja og gagnrýndi harðlega þetta mál þegar Írakkstríðið var að byrja, þetta heitir hræsni og heigulsháttur en má þó segja að Sjálfstæðismenn hafa kjart til að standa við sín stóru orð!

 Óli

Ólafur Þorláksson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 15:33

2 identicon

Mikið er ég sammála þér Óli frábært framtak að afnema komugjöld barna á heilsugæslustöðvar. En það mátti alveg koma fram hjá þér að hann hækkaði líka komugjöld fullorðinna og ellilífeyrisþega. Gjald fyrir fullorðna úr 700 í 1000 . Ellilífeyrisþega úr 350 í 500. Og síðan komugjöld á slysadeild úr 3700 í 4000

Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:04

3 identicon

Það er rétt að margt gott er að gerast en það sem meira er er sú stefna sem verið hefur varðandi afkomu fólks og þá stefnu að ómenntað fólk skuli ekki hafa í sig og á. Það er staðreynd að það hefur aukist það bil sem myndasat hefur eftir að Sjálfstæðismenn komust til valda og nú þegar þeir eiga forsvarsmann samtaka atvinnulífsins þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk. Er það launafólks í landinu að bera ábyrgð á efnahagsástandi landsins, verðbólgu og öðru sem farið hefur úrskeiðis. Held ekki. Þeir gera líka ágæta hluti inn á milli.

Ágúst (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 20:12

4 identicon

Já margt gott gerist en það má ekki gleyma því að hagur fólks og ríkissjóðs hefur almennt batnað í valdatíð sjálfstæðisflokks, skattar lækkað einmitt til að reyna að bæta hag þeirra sem minna mega sín en um leið rýmkar um þá sem meira hafa á milli handanna.

 Að vissu leyti þá er það ábyrgð okkar allra að passa upp á hagkerfið, aukið frjálsræði sem við höfum fengið með alþjóðavæðingu og frjálsari samkeppni hefur leitt til auknara aðgengi að lánsfé, en ég tek þó fram að aðgengi þýðir ekki að það eigi að taka það og það er á ábyrgð fólksins hvort það vill taka lánin eða ekki, það tók ´lánin, rauk til og keypti íbúðir á fullu, það keyrir upp verðbólguna þannig að við eigum að sök sjálf. Þannig er nú bara það

Þetta er alltaf spurning um að velja, alþjóðamarkað og mikið skilvirkara fjármálakerfi og ríkissjóð sem skilar tekjum til að minnka þjóðarskuldir eða vinstri sinnaða stjórn sem sukkar í allt og við borgum brúsann í formi hærri vaxta og annarra gjalda eins og er að gerast í borgarstjórn.

 En það er rétt Brynjólfur að hækkað var á eldri borgara og fullorðna enda er það líka bara fínt að mínu mati, börnin okkar eru ósjálfbjarga og á framfæri annarra en eldri borgarar og fullorðnir oftast á framfæri sjálfs síns.

Mér finnst bara oft gleymast að við sjálf sem þegnar berum ábyrgð á okkar eigin neyslu og með því berum við mikla ábyrgð á verðbólgu og hagkerfinu enda mikil neysla = meiri verðbólga. Ríkisstjórnin aftur á móti hefur lagt af mörkum með mikilli uppbyggingu og að dæla í þjóðfélagið aurum sem vonandi fer nú að minnka.

Sjálfstæð hugsun okkar hlýtur að gera það að verkum að við verðum að vera ábyrgari fyrir okkar gjörðum og afleiðingum þeirra, getum ekki endalaust deilt á pólitíkusa og kennt þeim um allt saman. hvort sem um ræðir, sjálfstæðismenn, samfylkingar, frjálslynda eða gagnslausa vinstri græna

 Kv.
Óli

Ólafur Þorláksson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband