Það er gott að leita leiða til að hjálpa !
31.10.2008 | 14:44
![]() |
Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ráðherra sem bregst við !
31.10.2008 | 14:40
Já það myndi ég segja, þarna er verið að gera eitthvað til þess að takmarka tjón heimila og einstaklinga, fjárhagslega og líka andlega. Það getur verið nógu slæmt að missa tekjur eða hluta af vinnu og innkomu. Því tel ég þetta vera frábæra leið til þess að mæta þeim áföllum og bæta greiðslur til þeirra sem mest þurfa.
Enn og aftur gaman að vita til þess að ráðherra taki til hendinni og ekki kemur á óvart að það sé Jóhanna sem tekur af skarið. Er hennar tími að koma ????
![]() |
Spornað við uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alltaf á þessum árstíma ?
31.10.2008 | 09:23
Mikið er skrýtið að þetta þurfi að koma upp á þessum árstíma! Það var í fyrra eitt stórt gjaldþrot sem snerti starfsmenn mjög illa yfir hátíðarnar og nú virðist vera mikið um að fyrirtæki séu að róa lífróður. Jú það er uppsagnarfrestur hjá stafsmönnum en ég spyr, er það öruggt að fyrirtækin sem eru að róa lífróður geti greitt laun, eða erum við að sjá enn og aftur það gerast að þeir sem eru að vinna hjá þessum fyrirtækjum eigi ekki í sig og á í desember. Það er umhugsunarefni og kannski eru þeir sem í þessari stöðu lenda nú, í verri málum, miðað við ástandið í þjóðfélaginu, verðbólgan hærri og gengið eins og það er, skuldirnar vaxa mjög hratt.
Já það er ekki öfundsverð staða hjá þessu fólki og það veit ég af reynslu minni. Ég þurfti að horfa framan í fólkið í fyrra sem fékk ekki laun í okt, nóv og desember. Það er ekki góð staða að lenda í.
En vonandi lagast þetta og vonandi verður þetta ekki raunin í ár. En ef svo yrði þá finnst mér það skylda ábyrgðarsjóðs launa að leysa út því, eða réttara sagt vinnumálastofnunar og ríkisstjórnarinnar. Það á ekki að láta þetta gerast ár eftir ár. Það er nógu slæmt ástand í landinu án þess að þetta kæmi líka, ef að svo færi. En þetta er bara mín pæling og tel ég rétt að koma henni áfram.
![]() |
Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)