Allt að gerast !!!
13.12.2008 | 10:11
Eins og þeir vita sem að mig þekkja þá er ég kominn til Danmerkur og er að leggja í langt nám, sem að hefst á vorönn 2009 í Syddansk Universitet í Odense. Þar byrja ég í 1 og 1/2 árs fornámi til að ná stúdent og svo fer ég í nám sem tekur um 3 og 1/2 ár og er rekstrar og framleiðslutækni, síðan eru 2 ár til viðbótar ef að ég fer í mastersnám. Ég fékk bréf um að ég ætti að mæta þann 27. janúar kl. 9 þannig að ég er kominn inn formlega. Er hins vegar kominn til Odense og búinn að vera hér síðan í júlí og það var gott að komast hér út og koma sér fyrir. Síðan fór ég í dönskuskóla og er búinn að vera þar síðan í september til að undirbúa mig fyrir námið. Nú er að koma að þessu og það verður gaman að takast á við þetta verkefni. Það er ekki neitt sem að ég kvíði fyrir í þessu og hlakka til að setjast á skólabekk aftur. En að þessu sögðu þá læt ég þessari færslu lokið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslendingar að snúa vörn í sókn !
13.12.2008 | 09:51
Gaman væri að vita hvað margir hafa sótt um nám erlendis. Það gæti verið punktur í þessa umræðu. Sé bara jákvætt við að fólk bregðist við með þessum hætti, þrátt fyrir að það sé kannski ekki endilega þörf á fólki með menntun eins og er. Það þarf að vera eitthvað jákvætt á þessum verstu tímum og jú það er betra að fólk setjist á skólabekk en að það fari á atvinnuleysisbætur og missi kannski fótanna í lífinu. Ég sjálfur er að fara í nám erlendis og veit að það er eitthvað um að fólk er að koma frá Íslandi, allavega hér í Odense þar sem ég er veit ég um nokkra. En það væri gaman að vita hvað það eru margir í námi erlendis áður en að þetta ástand skall á og svo eftir. Það eru að mér skilst tæplega 9 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og það er hið besta mál að allavega 2 þúsund af þeim hyggja á nám. Það breytir miklu og er góð innspýting fyrir skólana.
![]() |
Um 2.000 vilja í skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)