Af hveru er svona mikill munur ?????

Það er verið að dæma mann fyrir að taka annað líf og það er gott, fær þyngsta dóm sem hægt er að ég held. Af hverju er þá ekki sama gert við þá sem nauðga og misnota aðra, börn og fullorðna. Þeir eru að eyðileggja líf þeirra sem hlut eiga að og fá alveg fáránlega milda dóma. T.d lögmaðurinn sem dæmdur var í 3ja ára fangelsi fyrir að hafa samræði við börn. Fasteignasalinn sem að nauðgaði konu á hrottafenginn hátt fékk ekki eins þungann dóm og þetta. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim sem verða fyrir þessu. Kannski að það sé ekki alvarlegt að eyðileggja líf, bara ef að þú endar það.

Þetta er mikið hitamál og veit ég að Atli Gíslason alþingismaður og Hæstaréttarlögmaður hefur líkt þessu við "sálarmorð " og það er mikið til í því.  

Mér finnst að það þurfi að skoða þetta og breyta reglum um hvað má fara fram á þunga refsingu fyrir brot af þessu tagi. Þetta eru að mínu mati verri brot, og miklu verri afleiðing heldur en af manndrápi eða morði. Ekki að það að ég sé að daga úr alvarleika slíkra brota.

Pæling! 


mbl.is Dæmdur í 16 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt klúðrið

Það væri fróðlegt að vita hversu mörg mál hafa farið á sama veg og þetta. Það er alltaf verið að sýkna eða vísa frá málum vegna þess að ákæruvaldinu tekst ekki að sanna sekt eða þá að liðinn er of langur tími og svo framvegis.

Man ekki eftir öðrum eins tíma þar sem fréttir eru að berast af jöfn mörgum málum er hreinlega "klúðrað" af hálfu ákæruvalds.

Þetta er eitthvað sem þarf að skoða betur.

Takk.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir axarsveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær drengur

Heyrði í kauða hjá Hemma Gunn og mikið var gaman að heyra hvað hann er jarðbundinn og skemmtilegur karakter sem var eingöngu að vinna í að koma sér á framfæri sem tónlistarmanni, en ekki bara til að verða frægur og fá athygli. Hann er frábær söngvari og lagasmiður. Hann hefur alla burði til að ná langt og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
mbl.is Eyþór Ingi kemur sterkur inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband