Erum við ekki að grínast með þetta ?????
29.1.2009 | 20:17
Er kynhneigð fólks farinn að skipta meira máli en annað ? Er ekki verið að setja hana í þetta embætti vegna starfa hennar eða er það bara athyglissýki Íslendinga ? Held ekki, hún er sennilega með mestu reynsluna af þeim sem að koma til greina og ábyggilega sá aðili sem þorir að gera þær breytingar sem þarf að gera. Skil ekki að fréttamennska skuli snúast um þetta og að það sé verið að ýta undir það. Hennar kynhneigð hlýtur að vera hennar einkamál og þetta snýst ekki ( að ég held) um að koma henni í sögubækur eða annað þess háttar. Þá er nú illa komið fyrir henni íslensku þjóð. Svo mörg eru þau orð um þessar fréttir.
![]() |
Jóhanna vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Námsmaður bloggar :-)
29.1.2009 | 19:58
Já nú er hægt að segja með sanni að ég sé orðinn námsmaður, byrjaður í háskólanum. Eða það er að byrja á morgun, búinn að vera í 3ja daga kynningu á námi og skóla og félagslífið er ekki undanskilið.
Það byrjaði sem sagt á þriðjudaginn með pompi og prakt frá kl 9- 15. Síðan er búið að vera að kynna fyrir okkur námsgreinarnar og tölvumálin. Líka verið að segja frá hvernig námið er uppbyggt. Það eru skráðir 7 íslendingar í þessum hópi, en 4 mættir með mér. Hópurinn er um 40 og á öllum aldri(ég ekki elstur) og bara nokkuð góður. Við höfum verið að vinna ýmis verkefni og máttum ekki ráða hvar við sátum, gert til að hrista hópinn saman. Það er fjandi erfitt að skilja suma Dani þegar þeir eru að tala og ég var með tveimur svoleiðis í verkefni um daginn. Það gekk nú samt upp, nema að við vorum of vandvirkir, og því of lengi. Kláruðum ekki verkefnið. Þetta er að leggjast mjög vel í mig og það sem að mér finnst mjög gott er að það er komin stuðningstími í dönsku, fyrir Íslendingana sem eru þarna og það er Íslendingum sem voru á seinustu önn að þakka. Svo er málið að finna sér leið til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni á meðan á náminu stendur og er ekki efst á lista að fá lán á Íslandi, er að kanna með SU eða lán hér í Danmörku og það kemur í ljós fljótlega hvernig það fer. Skil ekki alveg það sem LÍN er að gera, en þeir segja að það sé ekki fullt lán ef að Adgangskursus er tekinn á 1 og 1/2 ári, en skólinn segir að það sé fullt nám. LÍN er að lána 75% fyrir fullt nám og því að snuða námsmenn ef að rétt er. Það á eftir að skýrast líka. Við sem erum að taka þetta á þessum 3 önnum erum að fá fleiri kennslustundir en á ári og því ekki skiljanlegt af hverju verið er að lækka lánshlutfall. Hvað veldur ? Samkvæmt því sem að mér var sagt í dag á að vera klárt samkomulag á milli LÍN og SDU um þetta. 30 ECTS einingar á önn. Það verður gaman að skoða þetta, fæ væntanlega svar á morgun.
En sem sagt er ég lagður af stað í þessa langferð og líst vel á skólann og allt umhverfið í kring um þetta nám.
Mun setja hér inn pælingar sem koma í haus minn á þessari göngu minni ef að einhver vill fylgjast með.
Takk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)