Áróður samtaka atvinnulífsins.

Byrjað er það sálfræðistríð sem fylgir gerð kjarasamninga á Íslandi og nú að að herja á réttlætiskennd launamanna sem eiga að axla þá ábyrgð sem við teljum að ríkisstjórn Íslands og þeir fulltrúar sem við kjósum á þing eiga að bera. Þannig er að nú er verið að gefa út 3,6 prósenta hækkun á launum á norðurlöndunum og  ekki fylgir sögunni hvaða laun eru greidd þar. Það er allt annað launaumhverfi á norðurlöndum og eftir því sem ég best veit, þá eru launin þannig að þú getur lifað eðlilegu lífi af dagvinnulaunum. Ekki hefur verið vilji að ég held til að samræma laun á Íslandi við laun á norðurlöndum, en það má samræma hækkanirnar, ef það hentar fyrirtækjunum. Ekki er ég viss um að fyrirtæki á norðurlöndum, séu að skila jafn miklum hagnaði og íslensk fyrirtæki hafa verið að skila og séu í sambærilegum vexti. Nei það á að skýla sér á bak við fiskvinnsluna sem er að takast á við niðurskurð. Hvað er stór hluti af Íslenskum vinnumarkaði fiskvinnsla ?? Látum alla gjalda fyrir það. Nú er kominn tími til að taka á þessum málum og berja í borðið. Það er alveg klárt að það er munur að hvaða bolmagn fyrirtækja er mikið en flest þeirra sem eru að vaxa og dafna, með dugnaði starfsmanna, ekki bara yfirmanna á að sjá sóma sinn í að greiða almennileg laun og vera stolt af því að gera vel. Lýsandi dæmi um að vilja vera með allt á hreinu er Norðurál sem sagði upp samningum við pólska verktaka vegna svindls á skráningum og annað. Þetta sýnir metnað fyrirtækis að það vill ekki láta bendla sig við svind og rugl.

Takk


mbl.is Laun á Norðurlöndunum hafa hækkað um 3,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband