Áfallatryggingasjóður ! Af hverju ?

Góð spurning er það ekki.

Mér dettur bara í hug að segja eitt, eru menn búnir að gleyma hvernig fór með atvinnuleysistryggingasjóðinn ? Hann var tekinn af félögunum og færður til Vinnumálastofnunar. Á að láta það sama gerast með sjúkrasjóðina ? Á að breyta sjúkrasjóði í áfallatryggingasjóð og taka út veikindaréttinn að hluta og færa hann frá fyrirtæki yfir í einhverja stofnun ? Mér skilst að það sé margt gott í þessari hugmynd en það eru líka vankantar á þessu. Það verður að gæta vel að þessu og mér finnst að það þurfi að gefa sér góðann tíma til að smíða svona sjóð. Ég veit ekki alveg hvernig á að koma því í framkvæmd að starfsmenn sjóðsins hafi aðgang að fræðimönnum eins og t.d. læknum og öðrum sérfæðingum. Það er nú ekki hlaupið að því að fá að hitta slíka menn. Kannski er ég að mála skrattann á vegg, en betra er að velta þessu upp og fá þá frekari upplýsingar í kjölfarið. Mér finnst gott að koma með svona pælingar og  tel að það sé öllum fyrir bestu að fá umræðu um þetta.

Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband