Mikið er gott að hann fær ekki að fara, en hvað með hina mennina ???

Það vill svo til að það eru í reykjavík menn sem að GT verktakar fluttu frá Egilsstöðum með miklum hraða og lofuðu gulli og grænum skógum.

Að sjálfsögðu í takt við annað í þessu máli þá hafa þeir ekki staðið við neitt af því sem þeir lofuðu, mennirnir eru í Reykjavík, ekki með kennitölu( sem þýðir óskráðir í landinu) ekki fengið laun fyrir september að fullu og ekki með vinnu. Síðan er fyrirtækið svo ósvífið að segja þeim að ef þeir ekki greiði leigu fyrir húsnæðið verði þeim hent út ( sem er ekki hægt að gera nema með mánaðarfyrirvara ef að það er leigusamningur í gangi ) sem að öllum líkindum er ekki þae sem þeir eru ekki skráðið. Getur verið að þessir menn séu komnir á götuna og ætli yfirvöld hafi reynt að finna þessa menn ? Getur fyrirtækið komist upp með þetta án þess að þurfa að svara fyrir það. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að GT vertkakar lenda í þessari stöðu og ekki það síðasta ef að ekkert er gert. Er það markmiðið að Ísland verði talið í flokki landa sem þrælahald er leyft og ekkert gert ef að upp kemst.

Tel að yfirvöld ættu að kanna hjá verkalýðsfélögunum hvernig GT verktakar eru að standa sig.

Einnig tel ég mikilvægt að fyrirtæki sem eru að svindla og brjóta af sér eigi að nafngreina eins og gert er við einstaklinga sem eru að lenda í klóm lögreglu.

Þetta eru glæpamenn sem stýra þessum fyrirtækjum og eiga að fá refsingu við hæfi.

Það var hægt að herða refsingu við innflutningi á eiturlyfjum og það á að refsa fyrir þrælahald.

Takk.


mbl.is Farbann staðfest vegna Kárahnjúkamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband