Nýtt ár komið og þá fer að styttast í kjarasamninga.

Já og það er verið að boða hækkanir á matvöru að mér skilst hjá birgjum Bónus. Það er ekki hægt að segja að það sé vegna launahækkanna.

Það er nefnilega ekki búið að gera þá og skrýtið ef að það ætti að vera ástæðan. Þá spyr maður sig hvers vegna er verið að hækka núna, er það til þess að tryggja að ekki fáist neitt út úr launaækkunum eða hvað ? Ég get alveg skilið það að það verði breytingar á verði út í heimi en það hefur ekki verið talað um það að ég held. Nú svo er bensín og díesel að hækka eina ferðina enn, og ekki er mikil lækkun orðin á íbúðarhúsnæði. Svo er það alltaf spurning hvað verðbólgan er og verður mikil. Hún er núna tæplega 6 prósent og það er allt of mikið að mínu mati.

Læt þessar pælingar duga í bili.

óska ykkur öllum gleðilegs árs og takk fyrir þau gömlu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband