Góð áhöfn í vondu veðri.

En kannski er það furðulegt að áhöfnin þurfi að biðja um þetta en ekki að það sé gert af beiðni yfirmanna. Það er spurning um það hvort að ekki eigi að vera reglur um að þetta sé alltaf í boði fyrir farþegar þegar slíkir atburðir henda. 
mbl.is Farþegum boðin áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlilegt að áhöfn þurfi að biðja um þetta því það er jú hún sem metur ástandið um borð og er ein til frásagnar ásamt farþegum.  Áhöfnin hefur beðið um þetta á leiðinni til Egilsstaða.  Hvernig áttu annars "yfirmenn" að vita af þessu. 

Síðan er annað sem er orðið GJÖRSAMLEGA fáranlegt að það verði e-ð ástand um borð og fólk fríki út þó flugvél þurfi að hverfa frá áfangastað vegna veðurs og lenda á varavelli.   Í öllum flugum er búið að tilgreina varavöll áður en lagt er í hann og veður á varavelli (og áfangastað) gaumgæfilega athugað.

 Líklegast er fréttamennsku um að kenna því þegar einhver prumpar í flugvél er það orðið fréttnæmt og strax talað um nauðlendingu og læti, fólk virðist útúrtaugað í dag.

Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Hvumpinn

Fáránleg ofnotkun á þessu áfallahjálparrugli.  Nauðsynlegt þegar eitthvað hefur átt sér alvarlegt stað. Og fjölmiðlar kynda undir þessu.

Hvumpinn, 4.1.2008 kl. 15:23

3 identicon

já sæll ég var í þessari flugvél ásamt 13 fjölskyldumeðlimum mínum og þetta var ekki bara að flugvélin hafi ekki getað lent og allir orðið hræddir !  Það voru sviptivindar þarna flugvélin fór í kross við brautina vegna vinds 2.sinnum! og ég SÁ ÞETTA MEÐ EIGIN AUGUM! aldrey á æfinni hef ég verið svona hrædd en eins og þú segir þá er ég sammála þér um eitt að flugmennirnir og áhöfnin voru uppá sitt besta ég sá það að flugmenn hér á íslandi eru þeir bestu í heimi og ég fór aftur með flugvélinni til Keflavíkur þrátt fyrir það að ég hafi verið á barmi taugaáfalls!

Og áfallahjálpin sem barst var einn prestur sem gerði öllum gott að róa fólkið  þar sem að það var mikið af fólki með börn sem voru rosalega hrædd.

Áfallahjálp ef það má kalla var bara fín. Og ég flýg aftur með Icelandair bráðlega þar sem ég treysti þeim 100%.

ég er ein af þeim sem var í þessu flugi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband