Það er góð spurning eða ????

Er það ekki bara málið að hann vill viðhalda þeirri stefnu sem er í gangi að breikka bilið á milli þeirra sem ekki hafa í sig og á og þeirra sem eiga nóg, og vilja meira.

Það getur ekki verið að það sé vilji þeirra að ekki náist saman um samninga vegna þessa. Það er að sjálfsögðu allra hagur að ná sátt og reyna að vinna gegn verðbólgunni, og það er hægt með myndalegu framlagi ríkisstjórnarinnar, en lítil er vilji manna að leysa þau mál.

Það kom fram í könnun sem gerð var fyrir Hagstofuna í kringum áramótin að það var rúmlega helmingur þeirra sem spurðir voru, sem áttu von á verkföllum á þessu ári og það hlýtur að segja mönnum að fólk er orðið þreytt á þessu ástandi og harmagráti atvinnurekenda sem hingað til hafa verið að monta sig af góðri afkomu og svo er allt í hers höndum núna og ekki hægt að deila góðri afkomu með þeim sem eru að skapa afkomuna með fyrirtækjunum.


mbl.is Skilur ekki hvað Vilhjálmi gengur til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband