Enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að sýna eðli sitt.
22.2.2008 | 20:48
Þeim er alveg sama hvað fólki finnst en tekur ekki tillit til þess sem fram kemur í skoðanakönnunum.
Vilhjálmur segir að hann hafi beðist afsökunar á gjörðum sínum, en hvern bað hann afsökunar ? Ekki minnist ég þess að hann hafi beðið kjósendur sína eða borgarbúa afsökunar. Hann hefur kannski beðið borgarfulltrúa í flokknum afsökunar. Það er ekki nóg og það er alveg ljóst að þetta mun skaða flokkinn enn frekar. Það er skrýtin pólitík að ekki sé tekin ákvörðun af flokksstjórn í svona máli. Er hægt að láta mann sem missti algjörlega tökin á málum þegar hann var borgarstjóri og leyfa honum að taka ákvörðun um að taka stólinn aftur, þrátt fyrir vilja fólksins og flokksins.
Skil ekki svona.
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálf sögðu!!!!
Sjálfstæðismenn eru bara búnir að læra það að þeir eru með heilalaust lið sem kýs sjálfstæðisflokkin aftur og aftur og aftur hvað sem hann gerir á bak við sig...
Og þeir vita það líka að fólk verður pirrað þegar sjálfstæðismenn ljúga og stela en það skiptir engu máli því þeir geta gert það sem þeir vilja....
Á sínum tíma skipti það engu máli þó Árni Johnsen sé dæmdur glæpamaður hafi þurft að fara í fangelsi..... Maður sem er með meira en hálfa milljón á mánuði plús fullt af pening sem hann fær fyrir nefndarstörf stelur byggingarefni í bústaðinn sinn....Þetta er bara rugl og sjálfstæðismenn hleypa honum aftur inn á þing.....
Af því að það er bara nógu mikið af fíflum sem annaðhvort finnst svo skemmtilegt þegar Árni spilar í eyjum eða Dabbi var svo skemmtilegur á sínum tíma og allar gömlu kellingarnar sem alveg dýrkuðu Gísla Martein. Þetta er bara fólk sem spáir ekkert hvað þessir vitleysingar eru að gera en kjósa þá ár eftir ár....
ÖMURLEGT!!!
Fannsi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.