Maður sér að sumir eru ekki klárir að keyra í snjó!
2.3.2008 | 20:00
Getur það verið að fólk sé búið að gleyma hvernig á að keyra í snjó ? stundum finnst mér það og spyr hvernig á því standi. Jú þá er svarið það að ekki hefur verið mikill snjór í nokkur ár og því komin kynslóð bílstjóra sem ekki hefur fengið reynslu og er að keyra full hratt miðað við aðstæður.
En þetta er bara mín pælíng.
Þæfingsfærð í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er rétt hjá þér með bílstjórana, en ég er ekkert endilega viss um að þetta sé bara nýrri ökumennirnir ("komin kynslóð bílstjóra...").
Ég er á því reyndar líka að saltaðar götur gefi fólki falskt öryggi og svo eru náttúrulega skussarnir sem eru jafnvel illa dekkjaðir og skafa ekkert nema gægjugöt á framrúðuna, ég efast ekki um að einhverjir árekstrar verði vegna þess að fólk sér ekki aðvífandi hættu frá hliðum eða aftanfrá.
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 2.3.2008 kl. 20:49
Sennilega rétt með að saltið veiti falskt öryggi. Margir fara alltaf út á vanbúnum bílum eða halda að þeir geti keyrt eins og á góðum sumardegi í snjó og hálku af því að þeir eru á nagladekkjum sem veita að mörgu leiti falskt öryggi. Margir virðast halda að best sé að botna bílinn í staðinn fyrir að gefa rólega inn í snjó.
Hannes Adam (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:09
Það er þá einna helst að þaðsé þæfingsfærð vegna salthauga á götunum, þvílíkur er nú pækillinn. En þeir fá jú greitt fyrir hvert kíló og hvert tonn sem dreift er á göturnar, svo nú er bara að kaffæra allt meðan færi gefst...!!
Bjarni (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.