Kosið um kjarasamninga!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já þessa dagana er verið að kjósa um kjarasamningana sem undirritaðir voru þann 17. febrúar.

Það ætla ég að vona að íslenskt launafólk taki þátt í kosningunni og nýti sér atkvæðisrétt sinn. Það eru alveg örugglega skiptar skoðanir á þessum samningi og það er ekki hægt að koma þeim á framfæri á betri hátt en að greiða atkvæði eftir því. Að hafa allt á hornum sér á kaffistofunni eða í fjölmiðlum, bloggsíðum eða annarsstaðar er ekki nóg. Það er atkvæðið sem segir mest. Það versta sem getur gerst er að samningurinn verði samþykktur á of lítilli þátttöku í kosningu. Í mínu félagi er póstkosning og það er kannski meiri hætta á að í slíkri kosningu verði lítil þátttaka, en munum það að það ber engin ábyrgð á okkar afstöðu annar en við sjálf. Það er ætlast til að seðlarnir séu sendir með pósti en það er líka hægt að koma þeim á skrifstofu félaganna og í póstkassa fyrir utan skrifstofur. Mæli með að allir nýti atkvæðisrétt sinn og segi sína skoðun eða skili auðu. Það er að nýta rétt sinn til atkvæðagreiðslu og hafa eitthvað um málið að segja. Það er það sama sem gildir í þessu og öðrum kosningum, nota atkvæðið. Ekki segja að það sé ekki ykkar mál. Þetta er það sem maður heyrir svo oft þegar talað er um menn í stjórnarflokkum eða alþingismenn. Ég kaus ekki af því að mér finnst þetta ekki gott, en þá fá allir sem finnst þetta gott að segja sitt og enginn mótmælir. Og staðan verður óbreytt og ekkert hægt að gera.

Númer 1,2 og 3 að greiða atkvæði hvort sem þú ert með eða á móti, eða skilar auðu. Það er atkvæði nýtt.

Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband