Hver vegna í ósköpunum er verið að þessu ?

Er eitthvað sem réttlætir að verið sé að setja út á trúarbrögð annara ? Höfum við rétt til að dæma aðra trú en þá sem við trúum á ? Ég spyr.

Ég hef aldrei skilið það að þurfa að vera að valda þessum látum, og ekki hef ég séð að verið sé að gagnrýna aðra trú en Íslamstrú. Er ekki í lagi að fólk hafi þessa trú í friði og að við sem ekki trúum látum það í friði að vera að gagnrýna. Kasti sá fyrsta steininum sem syndlaus er. Það er magnað að verið sé að gagnrýna það sem fólk telur rétt í sínu lífi og þar með að setja allt á annan endann.

Leyfum þeim að trúa. 


mbl.is Hollensk kvikmynd um kóraninn veldur titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Stutta svarið er:  Því frelsi annarra endar þar sem mitt frelsi byrjar.  Ef nágranni minn drepur dóttur sína fyrir að vera með strák í götunni af því trú hans býður honum það verð ég að fara að skipta mér af hans trú.

Ef ég trúi því að ég fái x hreinar meyjar ef ég fer út í Kringlu og fer að skjóta á allt kvikt í kringum mig ættir þú að hafa áhyggjur.  Múslimatrú er enginn Búddismi heldur karlrembu og ofbeldisáróður.  Taktu Kóraninn á bókasafninu...

Gamla testamentið er reyndar lítið betra en flestir sem kalla sig kristna í dag velja að horfa fram hjá verstu köflunum.

Kári Harðarson, 3.3.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Kára.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Finnst þér þá að við eigum ekki að gagnrýna mannréttindabrot þegar þau eru framin með vísum í trú eða hefðir? Finnst þér t.d. að við eigum ekki að gagnrýna þjóðir sem umskera stúlkubörn? Eigum við ekki að gagnrýna trúarbrögð sem heimila foreldrum að myrða börn sín ef þau hlýða ekki?

Mér sýnist að þú þurfir að hugsa málið aðeins betur. 

Ari Björn Sigurðsson, 3.3.2008 kl. 09:39

4 identicon

Allir virðast sammála um það að umskurður kvenna sé hið mesta ofbeldisverk. Afhverju finnst okkur hinsvegar umskurður karlmanna ekki slæmur?

K. Bergmann (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Námsmaður bloggar

ég er ekki að segja að það sé í lagi að gera þessa hluti, en erum við þeir sem eiga að taka á morðum og öðrum. Ég spyr? Erum við það yfirvald sem getur tekið á morðum og öðrum ofbeldisverkum. Ekki að ég sé hlynntur þessu, langt í frá. En bara smá pæling

Námsmaður bloggar, 3.3.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Kári Harðarson

Ef þér finnst það ekki í lagi, ertu þá ekki siðferðislega skuldbundinn til að segja það upphátt?  Ef ekki þú, þá hver?  Er það ekki það sem Hollendingurinn var að gera?

Annars á ég eftir að sjá myndina hjá honum, kannski er hann alger fauti sem hellir olíu á eld að óþörfu.

mbk, Kári

Kári Harðarson, 3.3.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Kári Harðarson

Umskurður karlmanna væri ofbeldi ef kóngurinn (glans) væri tekinn af í heild sinni.  Það ku oft vera gert í umskurði kvenna, engin fullnæging möguleg eftir það.

Kári Harðarson, 3.3.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband