Hélt að þetta fyrirkomulag væri að skila árangri ?
27.3.2008 | 20:04
Já ég er ekki hissa þó að menn séu ósáttir með þetta, en það hefur verið mikill árangur hjá tollyfirvöldum á suðurnesjum og það er ábyggilega vegna tengingar við lögregluna. Það á ekki að skipta upp embættum þegar þau eru að virka. Kannski er þetta rangt hjá mér en mér finnst ég vera að sjá miklu meiri fréttir af þessum embættum og því taldi ég að það væri árangur.
Styð tollverði í þessum mótmælum.
Tollverðir mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árangur þeirra er aðallega hærra fíkniefna verð, sem þjónar fíkniefnasölum allmennt.
Afleiðingin er aukið ofbeldi í fíkniefnaheiminum og fíkniefnaneitendur eða salar fara í fangelsi, hvaða tilgangi þjónar þetta?
Í augum margra þjónar þetta þeim tilgangi að útríma fíkniefnum á Íslandi.
Það er staðreynd að tollverðirnir hafa engin áhrif á hvort Jón og Stína fái dópið sitt, eina breytingin er að Jón og Stína þurfa að greiða margfalt verð fyrir dópið sitt og eiga í hættu að vera laminn vegna fíkniefnaskuldar.
Tollverðir fylgja lögum auðvitað, en ekki hefði ég samvisku í að senda aðra manneskju í fangelsi fyrir svona fáránleg lög.
Kv Andri
Sæll , 27.3.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.