Fréttir frá Danmörku

Já er ekki kominn tími á smá blogg hjá mér , en ég er að koma mér fyrir í nýju landi og það er skemmtilegt að segja frá því að nú er ég að upplifa það sem ég sá svo mikið í minni vinnu hjá Eflingu. Það er að segja hvernig er að vera í nýju landi, kunna ekki tungumálið og vera að reyna að bjarga sér. Það gengur ágætlega hjá mér og er ég á leið í dönskuskóla til þess að geta talað almennilega, þarf nefnilega að auka orðaforðan. Það er það sem háir mér hér og ég er svo fljótur að skipta yfir í enskuna sem er ekki gott. Það er afleiðing vinnunnar sem ég var í. Þá var maður alltaf að tala ensku eða íslensku og oft miklu meira á ensku en hitt.

En ég er sem sagt að koma mér inn í kerfið hér og sýnist mér að hér sé miklu betra að vera með börn og all önnur umgjörð á öllu. Við erum að fá meira í barnabætur, svo fáum við hærri húsaleigubætur hér en á Íslandi. Það munar mjög miklu. Svo byrjar háskólinn eftir áramót og það verður spennandi. Var að heyra að þetta væri mjög strembið nám, sem er bara fínt. Sagt er að enginn íslendingur hafi náð dönskunni í aðgangskúrsinum, svo að ég ætla að breyta því og ná dönskunni. Svo er bullandi stærðfræði og það er fínt. Ég hef nefnilega talsverðan áhuga á henni svo að það er ekki áhyggjuefni fyrir mig.

Læt heyra frá mér fljótlega aftur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband