Krónan er verðlaus í Danmörku !!!!
13.10.2008 | 21:26
Já ég var staddur á Kastrup í dag og sá að krónan var allsstaðar á núlli í bönkunum þar. Það er ekki merki um að ástandið sé að lagast. Það tók mig 4 daga að fá peningana á reikning minn hér í Danmörku, vanalega gerist það samdægurs í gegnum heimabanka. Það var stopp í Danske bank. En það er erfitt fyrir okkur íslendingana sem erum búsett erlendis og erum að fá tekjur að heiman. Það er sama með okkur og þá erlendu starfsmenn sem að eru að vinna á íslandi og eru að reyna að koma peningum heim til fjölskyldna sinna.
Vonandi fer þetta að lagast og við búsett á erlendri grundu förum að fá eitthvað fyrir peningana okkar til að geta átt í okkur og á. Það er ekki meira sem ég bið um, en að geta framfleytt fjölskyldu minni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.