Íslendingar að snúa vörn í sókn !

Gaman væri að vita hvað margir hafa sótt um nám erlendis. Það gæti verið punktur í þessa umræðu. Sé bara jákvætt við að fólk bregðist við með þessum hætti, þrátt fyrir að það sé kannski ekki endilega þörf á fólki með menntun eins og er. Það þarf að vera eitthvað jákvætt á þessum verstu tímum og jú það er betra að fólk setjist á skólabekk en að það fari á atvinnuleysisbætur og missi kannski fótanna í lífinu. Ég sjálfur er að fara í nám erlendis og veit að það er eitthvað um að fólk er að koma frá Íslandi, allavega hér í Odense þar sem ég er veit ég um nokkra. En það væri gaman að vita hvað það eru margir í námi erlendis áður en að þetta ástand skall á og svo eftir. Það eru að mér skilst tæplega 9 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og það er hið besta mál að allavega 2 þúsund af þeim hyggja á nám. Það breytir miklu og er góð innspýting fyrir skólana.
mbl.is Um 2.000 vilja í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband